þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Um lestur · Heim · Óhefðbundin ljóð eftir okkur Sveinbjörn »

Sköpun

Þorkell @ 00.42 18/9/03

Hér er smá gjörningur. Vinsamlegast “skrollið” niður.

haiadugöðusfuorui

ðrrinþrgrigsriunim

ðojímtiuúamgókre

aoftpmöpgnivföuk

dnvfyhðpingsúiðá

vðfapigaoiyðnjyur

Vötn i ði upp him

skap auð i grúf og

Guð að yfir var og

jörð og in og um ur

yf þá í un in inu and

ha ir fi tóm myrk

djúp jörð sveif Guðs.

Í upphafi skapaði

Guð himin og jörð.

Jörðin var þá auð

og tóm, og myrkur

grúfði yfir djúpinu,

og andi Guðs sveif

yfir vötnunum.

url: http://thorkell.annall.is/2003-09-18/00.42.37/

Athugasemdir

Fjöldi 6, nýjasta neðst

anna jons @ 18/9/2003 13.11

sæl og blessuð kæru hjón. ég er að reyna að finna netfangið og komast í samband. það væri gaman að heyra frá ykkur. anna jóns…

Binni @ 19/9/2003 09.43

LOL. Ritskýring Önnu Jóns. á þessum texta er sú besta sem ég hef séð lengi. ;-)

Árni Svanur @ 19/9/2003 10.44

Ég held að það megi nú samt sjá vissa rökhugsun í þessu. Sá sköpunartexti sem Keli er að vinna með geymir lika textann um sköpun mannsins í mynd Guðs. Stundum hefur imago dei hugsunin verið útlögð þannig að hún vísi til eða eigi við möguleika mannsins til að eiga merkingarbær samskipti við aðra. Ef þetta er skilið þannig þá er Anna Jóns í raun og veru að draga rökrétta ályktun af textanum og gera það eina sem hægt er að gera í þessum aðstæðum: Biðja um samskipti ;-)

Binni @ 19/9/2003 11.14

Það er einmitt það sem ég átti við.

Árni Svanur @ 19/9/2003 12.37

En væri ekki réttara að tala um þetta sem heimfærslu hjá henni, frekar en ritskýringu?

Eva @ 19/9/2003 15.58

Í upphafi var kaos
og kaosið var Guð

og svo tók Guð kaosið í sjálfum sér
raðaði því í línur
og skapaði orðið

og þá urðu allir glaðir
því þá gátu þeir talað við Guð
um kaosið í sjálfum sér
og Guði.

Svo kom Ikea
og hannaði nýjar línur,
kom reiðu á óreiðuna
og allir urðu ennþá glaðari.

Ekki síst vegna þess að hjá Ikea
hanna þeir verðmiðann fyrst.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli