þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Einu sinni var… · Heim · Játningar »

Mótun

Þorkell @ 10.34 24/9/03

Hér er svo ljóð um samfélagsmótun.

Mótun

Ég minnist þess ekki að hafa gefið leyfi
til að láta teikna mig.
Veit ekki einu sinni hvenær listamaðurinn
hóf vinnu sína.

Öðru hvoru hef ég náð taki á penna hans
og dregið nokkrar sjálfstæðar línur.
Listamanninum til gremju, sem hefur þurft
að breyta myndinni eftir því.

Stundum karpa ég við hann,
segi hár mitt of hrokkið
eða vanga mína of harða,
krefst þess að fá að klára myndina sjálfur.

En listamenn kunna gagnrýni illa
og gnísta oftast tönnum.

url: http://thorkell.annall.is/2003-09-24/10.34.30/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

eva @ 24/9/2003 15.46

Fíla þetta :)

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli