þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Mótun · Heim · Háskólagráða til sölu, kostar eina tölu »

Játningar

Þorkell @ 10.37 24/9/03

Hér er samvisku- og trúarljóð

Játningar

Ég fæ mér oftsinnis göngu
upp á Golgata.

Á stundum hjálpa ég til
við að hamra á naglann
og hvetja lýðinn tryllingslega áfram,
eða allt þar til fortjaldið rifnar.

Ég á það einnig til
að skipa mér í hóp áhorfenda
eða jafnvel að bresta í grát
og falla á kné við hlið nokkurra kvenna.

Það kemur einnig fyrir að á rölti mínu
festi ég ekki augu við neitt,
sé jafnvel ekki mann eða kross.

url: http://thorkell.annall.is/2003-09-24/10.37.13/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Binni @ 24/9/2003 13.08

Hér er gott ljóð. Mér finnst næstum eins og því sé ekki lokið. Kannski er sú óþreyja hluti af ljóðinu.

Þorkell @ 24/9/2003 13.48

Þakka hrósið Binni. Það var nú ekki ætlun að skapa óþreyju. Ég hafði bara ekki meira að segja :-)

eva @ 24/9/2003 15.47

Mjög gott. Finn ekki fyrir þessari óþreyju.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli