þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Nýr samkvæmisleikur · Heim · Hvað varð um Kate? »

Smá um höfuðklútabannið í Frakklandi

Þorkell @ 23.57 24/2/04

Þessa dagana er ég að skrifa fyrirlestur um höfuðklútabannið í Frakklandi en hann verður fluttur á samdrykkju heimspekinemenda og guðfræðinemenda á fimmtudaginn. Því meira sem ég rannsaka þetta mál þeim mun sannfærðari verð ég um ranglæti og heimsku þessara laga.

Ég rakst á frábæra grein um þetta mál á netinu og langar að deila henni með ykkur. Hana er að finna hér á TIME Europe Magazine.

Njótið og segið mér endilega álit ykkar. Sjálfur er ég gáttaður á þeim fordómum sem birtast í svari Therese Duplaix. Hatur hennar og óbeit gagnvart trúarbrögðum leynir sér ekki.

url: http://thorkell.annall.is/2004-02-24/23.57.33/

Athugasemdir

Fjöldi 17, nýjasta neðst

Matti Á. @ 25/2/2004 00.26

Um daginn kom þessi umræða upp á þessum vettvangi og þá söknuðu einhverjir viðbragða frá okkur trúleysingjum.

Best að koma því á framfæri hér og nú að ég styð þessi lög heilshugar.

Meira um það síðar.

Matti Á. @ 25/2/2004 00.29

“Sjálfur er ég gáttaður á þeim fordómum sem birtast í svari Therese Duplaix. Hatur hennar og óbeit gagnvart trúarbrögðum leynir sér ekki.”

Ég held þessi viðbrögð segi meira um þig en hana í raun. A.m.k. sé ég ekki hatur, óbeit eða fordóma í svari hennar.

Þorkell @ 25/2/2004 01.11

Það er margt hér sem vekur athygli.

Fyrir það fyrsta slær það mann hversu hart skólastjórinn gengur fram í því að berjast gegn trúartáknum í skólanum. Hún hótar að reka nemanda sem fær þrjár stúlkur til að nota höfuðklút og heldur fyrirlestur fyrir framan bekkjafélaga og móður eldri nemanda sem hylur hár sitt. Það er ljóst af orðum hennar að stúlkan hafði um tvennt að velja. Að hætta menntunn sinni eða að leggja höfuðklútnum.

Þá er nemandi kærður og sendur fyrir aganefnd fyrir það eitt að stofna bænahring til að byðja fyrir velgengni á prófi og eins og hálfstíma ræða haldin yfir skólafélögum hans sem sýna honum stuðning með undirskriftarlista.

Þorkell @ 25/2/2004 01.14

Þá hefur hún engan skilning á hvíldardegi gyðinga og finnst það nemendunum fyrir bestu að þeir mæti í skólan á helgidögum sínum, helgidögum sem eru grunnur trúarbragða þeirra.

Þá má lesa það á milli línanna að hún telur trúarbrögð ekki ala á gagnrýnni hugsun og að þau stuðli að óeiningu. Hins vegar talar hún um veraldarhyggjuna á mjög trúarlegum nótum. Hún innrætir fólki algilda mennsku, sameinar hina sundruðu og stuðlar að alheimslegri samhyggð. Hún segir veraldarhyggjuna meira að segja vera andleg gildi samfélagsins!

Í raun er erfitt að sjá muninn á þessum skóla og skólum í Íran eða Sádí Arabíu. Þar er islam eina lausnin og stöðugur áróður rekinn fyrir því á meðan veraldarhyggjan er eina leiðin í Frakklandi og hver sá sem setur sig upp á móti því hugmyndakerfi á það á hættu að vera rekinn, og þeir sem sýna viðkomandi skilning þurfa að sitja undir löngum fyrirlestrum um dásemd veraldarhyggjunnar. Var einhver að tala um kommúnsima eða mannréttindabrot?

Þorkell @ 25/2/2004 01.16

Svo ég vitni í vin minn sem sagði eitthvað á þessa leið:

“Markiðið er að steypa alla í sama mót. Þar eru engin frávik leyfð. Engu máli skiptir hvað nemandanum er heilagt. Það skal fjúka ef það samrýmist ekki veraldarhyggjunni. Þetta er í raun skólarbókadæmi um umburðarleysi og virðingarleysi fyrir fjölbreytni mannlífsins. Það eina sem ber að virða er þröngsýn efahyggja ríkisvaldsins og öllu öðru er úthýst.”

Óli Gneisti @ 25/2/2004 01.43

Ég hins vegar styð lögin ekki, Matti hefur samt alveg ágæta punkta um þetta. Aðalástæðan fyrir því að ég er á móti þeim er að þessu er beint að einum trúarbrögðum og gæti orðið til þess að efla öfgatrúarmenn. Einnig gætu múslímastúlkur hætt námi í kjölfarið sem væri slæmt enda er ég á þeirri skoðun að menntun sé besta leiðin til að drepa trú.

Sigurður Hólm Gunnarsson @ 25/2/2004 04.38

Ég er alfarið á móti þessu banni enda hlýtur það að vera brot á trúfrelsi manna að mega ekki tjá trúarskoðun sína, svo lengi sem sú tjáning skaðar ekki aðra beint. Ég birti grein um þessi lög á Skoðun fyrir stuttu. Þið getið kíkt á hana: Trúarlegt skegg bannað

Þar segir m.a.:
“Helsta hlutverk stjórnvalda er því að tryggja frelsi einstaklinga til að iðka og tjá trú sína, að sjálfsögðu þó þannig að enginn annar hljóti beinan skaða af. Í Frakklandi virðast menn hins vegar ætla að fara aðra leið og ætla að takmarka frelsi einstaklinga til að tjá trúarskoðun sína. Ekki vegna þess að aðrir hljóta beinan skaða af heldur vegna þess að í sumum tilfellum eru hin og þessi tákn notuð sem kúgunartæki.”

Skúli @ 25/2/2004 08.11

Gefum okkur, samræðunnar vegna, að forsendurnar sem Frakkar ganga út frá séu réttar: trúartákn geti endurspeglað fáfræði og kúgun.

Jafnvel þótt svo væri hlytu menn að vega þessa ákvörðun og meta m.t.t. annarra verðmæta.

1. Einstaklings- og tjáningarfrelsi
2. Virðing fyrir fjölskyldunni
3. Viriðng fyrir menningarlegri fjölbreytni
4. Tillitssemi við börn í skóla
5. Forgangsröðun þeirra aðgerða sem stefnt er að í skólakerfinu.

Að auki: Það hlýtur að kosta kennara og skólastjórnendur mikinn tíma og orku að framfylgja þessu banni. Afleiðingin verður annað hvort enn skýrari skil á milli þessara menningarhópa (með sérskólum, einangrun frá skólum oþh.) eða (það sem líklegra er) uppgjöf þeirra sem eiga að framfylgja banninu.

Þetta er að mínu mati algerlega fáránlegt, jafnvel þótt forsendurnar sem búa að baki banninu séu virtar.

Anna @ 25/2/2004 17.18

Mér finnst þetta bann einfaldlega fáránlegt. Þetta var einmitt til umræðu í sögutíma hjá mér um daginn. Þetta er gert undir því yfirskyni að trúartákn séu skaðleg, hvetji til ósjálfstæðis og undirgefins hugsunarháttar og ég veit ekki hvað. En hvað er þá gert?! Nákvæmlega það sama, fólki er meinað að bera tákn, ákvarðanir eru teknar fyrir það halló er það ekki nákvæmlega það sem fáfróðir kvarta yfir með Íslam?! Kúgun og stjórnun. Mér finnst þetta mjög undarlegt mál og ýmislegt athugavert við það. Og hvernig er það gildir þetta líka um krossa? Og svona bann ýtir líka undir fordóma að mínu mati, það getur vel verið að einhverjar skynsamlegar ástæður liggi að baki þessu en mér finnast þær ekki auðsæjar.

Sigurður Hólm Gunnarsson @ 25/2/2004 18.27

Anna:
Bannið nær líka til krossa og annarra “áberandi” trúartákna. Frakkar hafa í alvöru rætt þann möguleika að banna karlmönnum að bera skegg sem þeir láta vaxa af “trúarlegum ástæðum”.

Með þessum lögum er verið að fara í öfuga átt að mínu mati. Opinbert skólakerfi á að kenna nemendum sínum að bera virðingu fyrir ólíkum lífsviðhorfum, ekki steypa alla í sama mót. AUÐVITAÐ á að berjast af hörku gegn allri kúgun trúarhreyfinga, en baráttan verður að beinast gegn kúguninni sjálfri ekki táknum og tjáningu sem HUGSANLEGA tengist kúgun í SUMUM TILVIKUM. Þetta er í það minnsta mín skoðun…

danni @ 26/2/2004 12.13

Banninu er ekki eingöngu beint að múslimum. Okkur er bannað að bera höfuðföt á skólum á Íslandi…hver er munurinn á höfuðfati og slæðu? Jú annað er trúartákn, hitt ekki. Hvers vegna í ósköpunum á að leifa trúartáknið en ekki annað?! Bannið við höfuðfati er ætlað til þesss að kennarinn eigi auðvelt með að sjá andlit nemandans. Sé ég ekkert athugarvert við það, ættum við kannski að krefjast þess að meiga bera derhúfur í skólunum..? Hvernig myndum við bregðast við ef stelpa kæmi klædd burka í skólann? Frelsi í trúarbrögðum felur það ekki í sér að við megum gera hvað sem er í nafni trúarbragða. Við verðum að aðlaga okkur reglum og siðum í því landi sem við búum í. Ef við fjölskyldan myndum flytja til Íran, myndi konan mín verða að nota höfuðdúk…hvað er óeðlilegt við það að þeir múslimar sem flytjast til vesturlanda taki upp okkar venjur og aðlagist samfélaginu…þeim er svo í sjálfvald sett hvort þeir noti höfuðdúkana heima.Kóraninn segir ekki að ungar stúlkur eigi að bera slæðu.

danni @ 26/2/2004 12.17

Með því að láta ungar stelpur bera slæðuna, er verið að gera þær að kyntáknum. Slæðan er ætluð konum til þess að hyndra að þær tæli karlenn með fallegu hári sínu. Að láta ungar stúlkur bera slæðuna er þar af leiðandi rangt, ef við hugsum um viðhorf okkar þjóðar til ungra stúlkna. Mormónar fá ekki að stunda fjölkvæni vegna þess að það er ekki leift á vesturlöndum…Bann við höfuðklútum er þar af leiðandi leið til þess að losa ungar stúlkur frá því hlutverki að vera lostafull. Leyfum börnum að vera börnum.

Sigurður Hólm Gunnarsson @ 26/2/2004 17.00

“Frelsi í trúarbrögðum felur það ekki í sér að við megum gera hvað sem er í nafni trúarbragða.
Nei auðvitað ekki. Það er enginn að tala um það. Banninu er samt augljóslega beint gegn trúarbrögðum, þar sem krossar og önnur trúartákn eru bönnuð. Þetta er einfaldlega óeðlileg afskipti ríkisvaldsins. Það kemur ekki stóra bróður við hverni fólk klæðir sig. Hvað næst? Svo ég vitni í umræðu sem var í kjölfar greinar sem ég skrifaði um málið:

“Baráttuna gegn kúgun verður að há á réttmætum vígstöðum. Það er gegn þeim sem stunda kúgunina. Við verðum að koma lögum yfir þá sem kúga eða beita aðra ofbeldi. Burtséð frá því hvaða trúarbrögð viðkomandi aðilar aðhyllast. Það getur verið flókið, en þannig er veruleikinn, hann er afar flókinn. Við getum ekki bannað trúartjáningu eða trúarbrögð bara vegna þess að sumir einstaklingar sem aðhyllast viðkomandi trúarbrögð haga sér eins og villimenni.”

Sigurður Hólm Gunnarsson @ 26/2/2004 17.04

Mormónar fá ekki að stunda fjölkvæni
Það er reyndar einnig fáránleg afskipti ríkisins. Ég sé ekki hvað það kemur ríkisvaldinu við hverjir gifta sig og hvað mörgum.

“Ef við fjölskyldan myndum flytja til Íran, myndi konan mín verða að nota höfuðdúk…”

Sem er fáránlegt. Ríkið á ekki að setja lög um klæðaburð manna! Punktur! Ef slík lög eru í gildi í Íran (sem getur ekki verið þar sem ALLS EKKI allar íranskar konur bera slæður eða höfuðklúta) þá réttlætir það ekki sambærileg lög á Íslandi. Rangt réttlætir ekki rangt. Frelsi manna til tjáningar á að vera heilagt, alveg óháð því hvort það er bannað annars staðar.

Anna @ 26/2/2004 21.46

Bannað að bera höfuðföt í skólum á Íslandi?! Hvaða skólum þá? Ég er í skóla og þar er nú önnur hver manneskja með höfuðfat allann daginn. En mér finnst mikil skynsemi í því sem Sigurður segir rangt réttlætir ekki rangt.

skuli @ 27/2/2004 09.04

Jæja, Keli, segðu okkur nú frá gærkvöldinu!

Hérna er svo frétt um gagnrýni Breta á höfuðklútabannið:

http://news.bbc.co.uk/1/hi/education/3477109.stm

Þorkell @ 27/2/2004 09.11

Já, kvöldið í gær. Það var nú ekki eins og ég hafði gert ráð fyrir. Samdrykkjunni var frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna en stefnt er að því að hafa hana að viku liðinni. Það er reyndar ekki alslæmt því þá gefst mér bara meiri tími til að pússa fyrirlesturinn.

Takk annars fyrir slóðina.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli