þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Það sem ég skil ekki – Kalt vatn · Heim · Brimstone (1998-1999): Fyrstu tveir þættirnir – 19. júlí »

Eru lýsingar á fyrstu nýtingu rafmagns að finna í Gamla testamentinu?

Þorkell @ 21.54 19/7/04

Á vefsíðu Rafiðnaðarsambands Íslands er að finna sögu rafmagnsins. Þar rakst ég á áhugaverða útskýringu á örkinni og altarinu í musterinu (en það eru til lýsingar á því að menn hafi dáið við að snerta örkina).

Dóttir mín spurði mig hver fann upp rafmagnið og fór ég því að leita á netinu til að getað svarað henni. Ég rakst á þessa frábæru síðu en þar segir:

Langt er síðan maðurinn uppgötvaði rafmagn, en árhundruð liðu áður en hann fór að gera sér grein fyrir notagildi þess. Í fornöld er talið að Egyptar hafi þekkt það og hagnýtt sér við helgisiði sína. Lýsing biblíunnar á sáttmálsörk Gyðinga og hinum allra helgasta stað, sem hún var geymd á, bendir eindregið til þess að prestarnir hafi hagnýtt sér gildi rafmagns.
Örkin og altarið voru gerð sem þéttar sem hægt var að hlaða upp til nokkuð hárrar spennu. Örkin var gerð af akasíuviði, sem er þéttur og góður einangrari og var gullrekinn að innan og utan. Hinn heilagi eldur sem hljóp í menn er þeir snertu hana, fékkst með því að menn voru látnir draga af sér skó og stóðu óeinangraðir á tjaldbúðargólfinu. Hleðslan fékkst með því að láta olíulampa síbrenna á altarinu, en við það fékk lampinn jákvæða hleðslu sem leiddi í sáttmálsörkina.

Mér finnst þessi texti vera gott dæmi um mikilvægi samvinnu á milli fræðigreina. Aldrei rakst ég á þennan vísdóm þegar ég las mig til um örkina eða altarið, en samt las ég helling af bókum um þessi efni. Mér finnst þessi tillaga mjög áhugaverð.

url: http://thorkell.annall.is/2004-07-19/21.54.58/

Athugasemdir

Fjöldi 14, nýjasta neðst

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 19/7/2004 22.57

Alveg sé ég í anda að nú muni hlakka í einhverjum sem segja: “Évvvvvvissiþa!”

Og draga ekkert undan í athugasemdum sínum við þessa færslu. ;-)

Birgir Baldursson @ 20/7/2004 02.01

Einmitt, hér kem ég ;)

Hinn “heilagi eldur” reyndist þá ekki vera annað en lúalegt trikk í því skyni að fá fáfróðan skrílinn til að sannfærast. Minnir á kraftaverkalækna og aðra loddara nútímans.

Þorkell @ 20/7/2004 02.37

Það er hægt að líta á það þannig Birgir. En það gæti einnig verið að þeir sem smíðuðu þennan merka grip hafi sjálfir talið að þetta hafi verið frá Guði komið. Því hafi markmiðið ekki verið að blekkja fólk.

Samkvæmt Gamla testamentinu var örkin og musterið allt smíðað samkvæmt fyrirmælum Guðs. Því mætti jafnvel líta svo á að þetta sem raunverulegt tákn frá Guði. Hann hafi kennt mönnum að vinna með rafmagn löngu áður en menn vissu almennilega hvað það var.

Í raun er hægt að draga ályktanir í allar áttir en við erum samt engu nærri. Það eina sem við “vitum” er að kannski var þetta rafmang (meðvitað eða ómeðvitað) eða ímyndun eða sannleikur.

Torfi @ 20/7/2004 08.22

Ekki vissi ég að þú værir bókstafstrúar, Þorkell. Er það þetta sem Gunnlaugur Andreas er að kenna ykkur í G-T?: “þeir sem smíðuðu þennan merka grip” og “samkvæmt Gamla testamentinu var … smíðað samkvæmt fyrirmælum Guðs.”

Eina ályktunin sem hægt er að draga af þessari sögu er að hún er gömul goðsögn (mýta) sem prestastéttin hebreska hefur notað í trúboðs- og áróðursskyni… Þetta kenndi a.m.k. Þórir Kr. okkur þegar ég var í deildinni ;-) )
En það var þá, á tímum gagnrýninnar hugsunar. Nú er öldin önnur og fundamentalisminn alls ráðandi. Þar með er það áróðurinn, retoríkin, sem blífur!
“Kannski var þetta” ekki neitt??

Eva @ 20/7/2004 11.05

Skiptir svo miklu máli hvort blekkingin er meðvituð eða ómeðvituð? “Sannanir” fyrir tilvist hins yfirnáttúrulega hafa alla tíð verið byggðar á einhverju samkrulli af blekkingaleikjum og mistúlkun á fyrirbærum sem eiga sér rökræna skýringu. Hvort sem við skoðum miðlabrask nútímans, sáttmálsörkina eða véfréttina í Delfí er örugglega hægt að finna eðlilegar skýringar á þessu öllu. Mér finnst meira um vert að finna skýringar á því sem vekur furðu en að deila um það hvort arkarsmiðirnir hafi vitað hvað þeir voru að gera.

Þorkell @ 20/7/2004 11.12

Hvernig færðu það út Torfi að ég sé bókstafstrúar? Ég bendi á ýmsar leiðir til að túlka þetta, án þess að taka afstöðu sjálfur. Ef ég er eitthvað þá er ég póstmodernisti.

Og nei, Gunnlaugur A. Jónsson hefur ekki kennt okkur bókstafstrú heldur það að vera opinn fyrir ýmsum túlkunarleiðum og vera víðsýnn. Nokkuð sem fleiri mættu tileinka sér.

Torfi @ 20/7/2004 20.51

Gott að heyra hvað þú ert víðsýnn, Þorkell! Og þó. Að mínu mati er ekki svo langt á milli póstmodernisma og fundamentalisma. Þeir fyrrnefndu eru svo víðsýnir að allar skoðanir eru vegnar jafnar. Þar með fær bókstafstrúin frítt spilrúm og er þá stutt í fasismann.
Segja má að póstmodernismi og existentialisminn séu náskyld fyrirbæri, þ.e. subjektivismi (hughyggja) hvort tveggja. Einstaklingshyggjan er allsráðandi. Existentialisminn var faðir nazismans, eins og Heidegger var gott dæmi um. Hvernig ætli afsprengi hins víðsýna póstmodernisma muni líta út?

Þorkell @ 21/7/2004 00.18

Torfi minn. Er þetta nú rétt skilgreining á postmodernisma? Ertu ekki að einfalda málin um of. Postmodernismi er safnheiti en eitt af því sem einkennir hann er að benda á ófullkomleika vísindanna og hversu hversu erfitt það er að fullyrða um sanleiksgildi vísindalegra niðustaða.

Þessi umræða er einmitt gott dæmi. Í fyrsta lagi er kenningin um rafmagnið bara tilgáta, ekki sannleikur. Og jafnvel þótt við gefum okkur að um rafmagn sé að ræða þá getum við í raun ekki sagt mikið meira. Við vitum ekkert um uppruna eða hvatir.

Þetta snýst sem sagt um það að þekkja takmörk vísindalegra rannsókna en að alhæfa ekki út frá vafasömum kenningum.

Hvernig er það annars, eru gamlar og úreltar vísindahugmyndir (modernismi) enn kenndar í Svíþjóð, hugmyndir sem mætti kalla bókstafstrú vísindanna? Ef svo ef þá mæli ég með því að þeir ráði Gunnlaug A. Jónsson til að skóla lýðinn í nútíma aðferðafræði og viðhorfum.

Gunný @ 21/7/2004 01.39

Var það ekki Þorsteinn Gylfason sem orðaði fyrirbærið póstmodernisma svo að hann væri allt og ekkert? Hann væri sápan á handlauginni, Laugavegsapótek og símtólið á minjasafninu? Og ekkert af þessu einnig. Eins og mig minni að hann hafi orðað það einhvernveginn í þá veru. Myndi nú ekki setja það í gæsalappir samt en bendi á greinasafn Lesbókar Morgunblaðsins:-)

Matiti Á. @ 21/7/2004 01.58

Er þetta nú rétt skilgreining á postmodernisma?

Eðli málsins samkvmæt er ekki til rétt skilgreining á póstmódernisma. A.m.k. ekki ef þú aðhyllist póstmódernisma!

Torfi @ 21/7/2004 06.38

Mig minnir að einn “brandarinn” um póstmódernisma hafi byggst sjálfu forskeytinu, “póst” sem reyndar þýðir “eftir”. Þetta var í bernsku hans og eini póstmódernisminn sem þekktur var, var Jóhann Hjálmarsson ljóðskáld. Hann vann á póstinum og þess vegna hugtakið.
Vandamálið í nútíma fræðimennsku, ekki síst í Svíþjóð, er einmitt sú afstæðishyggja sem póstmódernisminn hefur innleitt. Hann bendir ekki aðeins á ófullkomleika vísinda heldur og allrar fræðimennsku. Niðurstöðurnar eru afstæðar, byggjast á þeim forsendum sem þú gefur þér. “Rétt” er ekki til eins og Matti bendir á. Þetta leiðir til mikillar kreppu því hið objektiva, normativa osfrv fyrirfinnst ekki samkvæmt þessu. Alveg eins og í existentialismanum. Þá ert analýtíkin betri.
Hið góða við póstmódernismann er hins vegar “diskurs”inn, áherslan á samtalið og að virða skoðanir annarra, en það felur einnig í sér hættu: að allar skoðanir verði jafnréttmætar….

Sveinbjorn Kristinn @ 22/7/2004 14.21

Eric Von Danikenn het madur og var vinsall hja morgum fyrir 20 30 arum, kallinn var mikill hjavisindamadur og kom fram med tessa skyringu. bless

Óli Gneisti @ 22/7/2004 16.07

Erich “Voru guðirnir geimverur?” von Däniken? Það er nú ekki áreiðanlegasta heimild allra tíma.

Þorkell @ 22/7/2004 16.51

Aldrei þessu vant erum við Óli Gneisti sammála. :-)

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli