þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Getum við sagt eitthvað um gæði lífsins? · Heim · Stir of Echoes (David Koepp: 1999) – 23. mars 2005 »

The Matrix Reloaded (Andy & Larry Wachowski2003) – 23. mars 2005

Þorkell @ 23.07 23/3/05

Jæja þá hefst ég aftur handa við að skrá niður áhorf mitt, eftir LANGT hlé. Þetta er fyrst og fremst gert fyrir Árna Svan, minn kæra vin. Í dag horfði ég aftur á The Matrix Reloaded (Andy & Larry Wachowski2003).

Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hún betri í annað sinn. Kannski hafði maður of miklar væntingar eftir fyrstu myndina. Samt fer það sama í taugarnar á mér og gerði áður. Þetta reif partý er ömurlegt og ég þoli ekki þetta ofur-svara útlit persónanna. Allir með sólgleraugu neðanjarðar… Svo er stigabardaginn allt of langur. Hins vegar fannst mér sagan þéttari núna en áður.

Svo fann ég góða Matrix síður.

Já, gleymdi að geta þess að ég horfði aftur á myndina vegna kvikmyndakúrsins í HÍ. Er að lesa yfir ritgerðir nemenda og einn þeirra valdi þessa mynd. Synd að sá sem valdi þriðju myndina skráði sig úr kúrsinum. Kannski voru trúarvísanirnar í myndinni bara of margar :-)

url: http://thorkell.annall.is/2005-03-23/23.07.17/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 24/3/2005 08.55

Gott að þú ert byrjaður aftur! Mig langar að rifja þessar myndir upp aftur.

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli