þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« The Matrix Reloaded (Andy & Larry Wachowski2003) – 23. mars 2005 · Heim · The Asphalt Jungle (John Huston: 1950) – 25. mars »

Stir of Echoes (David Koepp: 1999) – 23. mars 2005

Þorkell @ 23.18 23/3/05

Sá loksins Stir of Echoes en ég hafði heyrt margt gott um hana.

Kevin Bacon leikur frábærlega í henni. Hann er virkilega góður leikari. Ég áttaði mig ekki á því að hann væri svona hæfileikaríkur. Þetta er ágætis hryllingsmynd/draugamynd. Mikið af vísunum í henni, t.d. í The Dead Zone og The Shining. Hefði helst viljað að hún hefði haldið áfram að vera eins sýrð og hún var í upphafi. Minnti svolítið á Jacob’s Ladder til að byrja með (meira að segja ein sena stolinn úr henni, kemur samt ekki fram á IMDb og ekki ætla ég að segja þeim frá því. David Koepp verður bara að eiga það við sína samvisku að hann stal frá því meistaraverki og svara fyrir það á hinum hæsta degi!!!

Sem sagt margir góðir sprettir en hefðbundnar lausnir draga hana niður.

Annars er hér smá hugleiðing fyrir Árna Svan. Í flestum þessum draugamyndum þá hefur draugurinn mátt þola ranglæti (vanalega drepinn) og vill hann því ekki fara til himna, eða hvert sem hann á að fara, fyrr en hann hefur komið upp um verknaðinn. Er þetta einhvers konar öfugt endurlausnastef? Í endurlausnamyndum þarf aðalpersónan að viðurkenna eigin gjörðir og horfast í augu við þær. Þá fyrst hefst lausnin á vanda hans (reyndar einnig mjög freudiskt) en í þessum myndum þarf draugurinn að fá AÐRA til að horfast í augu við gjörðir sínar og þá fyrst hefjast lausnir DRAUGSINS. Ég veit ekki hvort þú skiljir nokkuð í þessum hugleiðingum mínum Árni Svanur. Kannski er þetta bara svefngalsi. Ég vakna líklega í fyrramálið, les þetta og segi við sjálfan mig, hvað var ég eiginlega að bulla? Hvílíkt þvaður!!! Fannst mér þetta virkilega gáfulegt?

url: http://thorkell.annall.is/2005-03-23/23.18.18/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 24/3/2005 09.00

Athyglisvert. Veit ekki með nafngiftina, en skyldleikinn er tvímælalaust fyrir hendi. Mér verður hugsað til About Schmidt, en þar má segja að Schmidt lifi um tíma eins og draugur, nánar tiltekið allt fram að því þegar hann fyrirgefur konu sinni framhjáhaldið og biður um fyrirgefningu sjálfur. Þá getur hann farið að lifa aftur.

En þar er auðvitað málið að hann hefur brotið af sér sjálfur og áttar sig á því. Það þarf ekki að vera raunin í draugamyndunum.

En ég held tvímælalaust að endurlausnar- og endurlausnaravinkillinn geti verið áhugaverður þegar slíkar myndir eru skoðaðar. Takk fyrir að benda á þetta.

Þorkell @ 24/3/2005 09.02

Velkomið :-)

Þorkell @ 24/3/2005 09.06

Það sem mér finnst spennandi er að velta fyrir mér ástæðunni fyrir því að draugarnir geti ekki haldið áfram fyrr en réttlætinu er náð fram. Er það hefndin sem heldur þeim föstum, réttlætið eða bara réttlát skipan jarðar, svona eins og í Gen 4 þar sem blóðið hrópar að frá jörðinni til Drottins. Sem sagt, svona í anda sálms 1.

Árni Svanur @ 24/3/2005 09.07

Sammála, held að þetta gæti verið áhugaverður fyrirlestur eða grein – kannski gætum við skrifað saman :-) Skoðað draugana sem a) endurlausnara/prédikara og b) í þörf fyrir lausn. Og velt upp ástæðum þess að þeir þurfa að losna o.s.frv.

Þorkell @ 24/3/2005 09.08

Spennadi. Væri mjög gaman!

Árni Svanur @ 24/3/2005 09.09

Eftir Tarkovsky bókina!

Árni Svanur @ 24/3/2005 09.09

Og barnabókina!

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli