þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Nine 1/2 Weeks (Adrian Lyne: 1986) 26. mars 2005 · Heim · Hellraiser (Clive Barker: 1987) – 28. mars 2005 »

Der Untergang (Oliver Hirschbiegel: 2004) – 27. mars 2005

Þorkell @ 22.30 27/3/05

Fór með mömmu og Brynjari á Der Untergang en hún var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin.

Einhvern tíman lagði ég til að myndir væru flokkaðar eftir árstíðum. Ef við tækjum þá flokkun upp þá væri þetta hin fullkomna vetrarmynd. Hér er engin von, hvorki í upphafi, miðbik eða lokin. En þetta er stórkostleg mynd engu að síður. Ég held ég hafi ekki séð fyrr mynd um stríðið sem virkar svona sönn. Aðeins þjóðverjar hefðu getað gert þessa mynd. Það er þeirra reynsla og viðhorf sem gera myndina einmitt svo sterka.

url: http://thorkell.annall.is/2005-03-27/22.30.16/

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli