þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Der Untergang (Oliver Hirschbiegel: 2004) – 27. mars 2005 · Heim · Hotel Rwanda (Terry George: 2004) – 29. mars 2005 »

Hellraiser (Clive Barker: 1987) – 28. mars 2005

Þorkell @ 23.45 28/3/05

Hellraiser.

Mjög áhugaverð mynd. Samtölin frekar stirð og leikur Ashley Laurence langt frá því góður (en rosalega er hún nú samt sæt). Myndin var samt skemmtilega súrríalísk (kaflar hennar gætu verið beint úr Cronenberg mynd) og hugmyndin að baki mjög áhugaverð. Enn og aftur er nautn holdsins neikvæð og eins og svo oft í hryllingsmyndum er hin djöfullega nautn tengd sadó-masókisma. Það sem var óþægilegast var þó að manni fannst eins og höfnunin á SM væri ekki eins einlæg og virðist við fyrstu sín. Eins og myndin sé í raun að upphefja SM á sama tíma og hún gagnrýnir hann. En kannski er það bara óbeit mitt í garð SM sem veldur því að ég upplifi þetta svona.

url: http://thorkell.annall.is/2005-03-28/23.45.05/

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli