þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Hellraiser (Clive Barker: 1987) – 28. mars 2005 · Heim · Levity (Ed Solomon: 2003) 30. mars 2005 »

Hotel Rwanda (Terry George: 2004) – 29. mars 2005

Þorkell @ 23.09 29/3/05

Hotel Rwanda með vini mínum Sal.

Þetta er rosalega sterk mynd. Sterk í merkingunni að handritið er frábært, sagan átakanleg og leikurinn góður. Kvikmyndataka, klipping og fl. er afskaplega venjulegt og í raun óáhugavert. Þetta er ekki LISTAVERK en þetta er mjög áhrifarík og mikilvæg mynd. Kannski mikilvægari en mörg listaverk.

Það er setning í myndinni sem situr sterkt í mér en Nick Nolte segir þegar hann útskýrir hvers vegna Evrópa og Ameríka vilja ekki hjálpa: “You’re not even a nigger. You’re African.” Ég held að hann hitti naglann á höfuðið þarna. Vestrið lítur meira niður á Afríkubúa en Ameríka á blökkumenn þegar þeir kölluðu þá negra.

Vinur minn Sal er frá Afríku og hann sagði að þetta væri nákvæmlega reynsla hans. Í hvert einasta skiptið sem hann hitti nýja manneskju þyrfti hann að sanna sig fyrir henni. Sanna að hann er manneskja, sanna að hann er ekki fáviti o.s.frv. Hann hefur lengi stefnt að því að skrifa bók um reynslu sína og virtist staðráðin í að gera það eftir þessa mynd. Segið svo að kvikmyndir geti ekki haft áhrif!

Reyndar er þetta líka reynsla mín heima. Ég var túlkur um tíma og sá hvernig komið var fram við útlendinga. Og það skipti svo sannarlega máli hvort viðkomandi var blökkumaður frá Afríku eða annars staðar frá. Það var komið fram við Afríkubúa eins og hunda. Ég átti oft mjög erfitt með að sitja á mér. Ég held að við ættum að horfa í eigin barm og endurskoða hátterni okkar. Vona alla vega að þessi mynd veki fólk ekki bara til umhugsunar um það sem gerðist heldur einnig um það hvernig við getum breytt til batnaðar.

url: http://thorkell.annall.is/2005-03-29/23.09.37/

Athugasemdir

Fjöldi 6, nýjasta neðst

Sigga @ 30/3/2005 14.00

Ég hef líka oft orðið vör við þetta. Einu sinni leigði yndisleg stelpa frá Afríku hjá mér herbergi. Ótrúlegasta fólk hneykslaðist á því að ég væri að leigja halanegra. Kom mér verulega á óvart þá. Reyndar leigir hjá mér stelpa núna frá Rússlandi og ég finn fyrir svipuðum fordómum hjá fólki í hennar garð. Hva… er hún súludansari… heyri ég oft. Hlakka til að sjá þessa mynd, hún verður sýnd hér á kvikmyndahátíð sem byrjar eftir viku.

Gunný @ 30/3/2005 16.29

Já þetta er leitt afspurnar. Sá viðtal í fréttum í gærkvöld þar fréttamaður tók nokkra Þorlákshafnarbúa tali og það var sláandi að heyra svörin. Ung afgreiðslukona talaði um ÞETTA, þegar hún talaði um Tælendinga og Pólverja sem búa í bænum. Eldri karlmaður talaði um að það væri komið nóg af útlendingum, Íslendingar myndu byrja að blandast um of ef fleiri fengju að koma og búa í landinu.

Bjarta hliðin var átak séra Baldur Kristjánssonar sem vill hefja mannréttindakennslu í skólum og taka á þessum ömurlega vanda í kirkjunni að auki.

Þorkell @ 30/3/2005 18.32

Já, ég sá þessa frétt einmitt í gær (á vefupptökum RúV). Þetta var óhugnanlegt. Og það sorglega er að fólkið virðist ekki fatta hvað það er að segja. Það sló mig einnig að unga afgreiðslukonan sagði að ÞETTA KRÚNKI sig bara saman og vilji ekki blanda geði við íslendingana.

Við þetta hef ég tvennt að segja:

Annars vegar er það eðlilegt að fólk leiti félagsskapar hjá löndum sínum. Íslendingar gera það þegar þeir eru á erlendri grund.

Hins vegar þarf tvo til til að samskipti eigi sér stað. Það hefur sýnt sig að útlendingar einangra sig oft frá samfélaginu vegna viðbragða heimamanna. Þetta hef ég heyrt frá mörgum útlendingum hér í Noregi. Þeim sárnar framkoman og leita því á önnur samskiptamið.

Annars vekur það áhyggjur ef þetta er almennt viðhorf á Þorlákshöfn. Ég vona að aðrir bæjarbúar, sem og bæjarstjórn, sjái sóma sinn í því að hafna þessum viðhorfum.

Gunný @ 30/3/2005 19.27

Smmála því. Svo var þetta með fyrstu fréttum á báðum sjónvarps í kvöld. Rauði Krossinn gerði rannsókn meðal unglinga þar sem augljós aukning hefur orðið á andúðarviðhorfum. Því miður.

Binni @ 30/3/2005 21.50

Um gagnsemi myndarinnar er greinilega óþarft að fjölyrða.

Hugrún @ 4/4/2005 14.16

Er að gera mitt besta til að fá þessa mynd sýnda í skólanum, kennaranum líst vel á það…annars verða þessi mynd og fleiri góðar sýndar á icelandic film festival, hlakka til að sjá hverjar þeirra koma til Akureyrar :)
Ps. Þú ert velkominn í heimsókn á bloggið mitt Keli minn :D

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli