þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Lost Highway (David Lynch: 1997) – 2. apríl 2005 · Heim · Trúfælni / Faith-Phobia »

Sin City (Frank Miller, Robert Rodriguez og Quentin Tarantino: 2005) – 4. apríl 2005

Þorkell @ 23.28 4/4/05

Sin City með Anettu og Kristjáni.

Rosalega er ég hrifnn af þessar nýju tækni. Minnir á Sky Captain and the World of Tomorrow. Hver rammi er listaverk út af fyrir sig enda teiknaður eftir á. Það eina sem er ekki teiknað eru leikararnir. Ég elska þetta. Rosalega flott skot og sjónarhorn.

Ofbeldið er geingdarlaust í myndinni og heimsmyndin kolbikasvört. Samtölin harðsoðin og margar setningarnar stórkostlegar. Eiga eftir að verða klassíkerar.

Það áhugaverðasta er þó litanotkunin. Helstu litirnir í myndinni eru ísblár og rauður. Það passar viðfangsefninu vel. Borgin (og heimurinn) er köld en allt flýtur í bóði og sumir jafnvel drifnir áfram af ást.

Já, svo var 23. sálmur í myndinni.

url: http://thorkell.annall.is/2005-04-04/23.28.27/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 5/10/2005 17.55

Sá hana um miðjan síðasta mánuð og svo aftur í gær. Mjög flott mynd, magnað útlit og litanotkun afar skemmtileg. Guli liturinnn var líka flottur í seinasta hluta myndarinnar!

Mér þótti það fróðlegt með Sl 23 að presturinn var stoppaður í að fara með hann. Ekkert að tefja aftökuna!

Annars væri gaman að þú skrifaðir meira og aftur um áhorfið þitt, sakna þess (þótt ég hafi ekki staðið mig alltof vel upp á síðkastið sjálfur í annálarituninni).

Lokað er fyrir athugasemdir.

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli