þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« NÆSTUM ÞVÍ · Heim · Bye, bye Books »

Viltu kyssa?

Þorkell @ 07.05 9/4/07

Meiri skrif.

Hún spurði hvort ég vildi kyssa sig.

Vildi ég kyssa hana? Mig langaði ekki til þess áður en hún spurði. En nú fannst mér eins og mig ætti að langa. Að ég væri ekki sannur karlmaður ef ég segði nei. Og allt í einu skiptist ég í tvær persónur. Önnur fækkaði fötum á meðan hin horfði á.

url: http://thorkell.annall.is/2007-04-09/viltu-kyssa/

Athugasemdir

Fjöldi 5, nýjasta neðst

gajus @ 9/4/2007 13.10

Hvað er vandamálið, Keli minn? Einhver fertugskrísa í gangi? Þú átt víst afmæli á morgun eða hinn en ég man ekki hvað þú ert gamall. Af síðustu tveimur færslum að dæma hallast ég að því að það sé fertugsafmæli. Klæddu þig í, drengur! -;) Ég læt síðbúna páskakveðju duga að sinni, þó að þú sért þegar búinn að meðtaka einhverjar afmæliskveðjur, og ég bíð með afmæliskveðjuna.

Torfi Stefánsson @ 9/4/2007 13.14

Já, ég tek undir með síðasta ræðumanni. Fyrst ljóðið og svo þessi saga hjá hjá Kela.
Sum hugverk eru þess eðlis að þau eru best geymd í hugskoti þess sem mótar það.
Gott dæmi um þetta er eftirfarandi hendingar sem ég og kunningjakona mín ortum í sameiningu:

Hún er fljót úr fötunum
finnst það harla gaman.
Gengur eftir götunum
gredduleg í framan.

Óbirtingarhæft, ekki satt?

Þorkell @ 9/4/2007 13.40

Þetta er nú bara bernskuminning sem rifjaðist upp þegar ég var að horfa á sjónvarpsþættina Six Feet Under. :-)

Annars verð ég nú bara 38 ára svo það eru tvö ár í fertugskrísuna :-)

Eva @ 13/4/2007 23.35

Þetta finnst mér góður texti. Jente bra!

Þorkell @ 14/4/2007 09.34

Takk fyrir það Eva mín.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli