þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« “Julebord” og annar hávaði · Heim · Gaman á jólamarkaði og lengsta kvikmynd sögunnar »

Hvenær er kvikmynd kvikmynd?

Þorkell @ 08.43 1/12/07

Franska kvikmyndin/ljósmyndaskáldsagan La Jetée (Chris Marker: 1962) fékk mig til að velta því fyrir mér hvernig skilgreina eigi kvikmynd. Myndin er í raun ljósmynduð saga. Ljósmyndirnar eru kvikmyndaðar þannig að þær mynda heilstæða sögu og hljóðrás svo lögð yfir. Er hér um kvikmynd eða ljósmyndasýningu að ræða? Hvar liggja mörkin? Kvikmyndin er jú ekkert annað en 24 ljósmyndir á sek.

Hver er t.d. munurinn á þessu og ef ég myndi hengja myndirnar upp á vegg og fólk fengi síðan ipod til að hlusta á sögumann og bakgrunnshljóð á meðan það röltir á milli myndanna? Er allt orðið kvikmynd um leið og það er komið á filmu (eða tekið upp stafrænt)? Nú birtist t.d. texti í bók eða á blaði oft í kvikmyndum. Hvað ef ég myndi kvikmynda heila bók, línu fyrir línu, blaðsíðu fyrir blaðsíðu? Væri það kvikmynd svo lengi sem að er á filmu (eða er tekið upp stafrænt) og sýnt í kassa eða á tjaldi?

Sumir myndu kannski segja að orðið kvik-mynd segi allt sem segja þarf. Svo lengi sem myndin hreyfist er hún kvikmynd. En hvað þá með kvikmyndina Empire eftir Andy Warhol? Hann kvikmyndaði Empire State bygginguna í átta tíma, frá sama sjónarhorni alla tímann. Það hreyfist því ekkert í rammanum. Er þessi kvik-lausa kvikmynd kvikmynd?

Spyr sá sem ekki veit. En hitt veit ég að La Jetée er fanta góð og í raun mun betri en ameríska endurgerðin Twelve Monkeys (1995), þótt ég sé einnig mjög hrifinn af henni.

url: http://thorkell.annall.is/2007-12-01/hvenaer-er-kvikmynd-kvikmynd/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 1/12/2007 08.49

Ekki get ég svarað þessari spurningu í morgunsárið, en ég get vottað og staðfest að myndin er flott og mjög áhugaverð.

Ingólfur Guðnason @ 3/12/2007 20.47

þetta minnir mig á spurninguna sem að heimspeki nemi fékk á prófi. “Er þetta spurning”

en ég vissi ekki að Twelve monkeys væri endurgerð.

ég þarf endilega að kíkja á La Jetée

Bergsveinn @ 13/12/2007 12.48

Athyglisverd pæling Keli. Kannski ætti thetta kvik- i kvikmyndum ad standa fyrir eitthvad sem hittir i kviku, fremur en ad tengjast hreyfingu. Eg ætla ad leigja La Jetee hid bradasta
kvedjur


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli