þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Hvenær er kvikmynd kvikmynd? · Heim · Hvað er að karlmönnum? »

Gaman á jólamarkaði og lengsta kvikmynd sögunnar

Þorkell @ 18.12 2/12/07

Ég fór með dæturnar á jólamarkað kirkjunnar, en þar er hægt að föndra, hlusta á tónlist og kaupa ýmsa notaða hluti. Það var tekið viðtal við Huldu Elíru og Emmu á meðan Mirjam söng fyrir fólkið (í kór).

Ég keypti heimsmetabók Guinness á 20 kr. og komst að því að lengsta kvikmynd sögunnar er 85 tíma löng (á IMDb stendur reyndar 87 tímar), sem þýðir að það tekur næstum fjóra daga að horfa á hana (3 daga og 16 tíma). Hún var frumsýnd 31. janúar 1987 og lauk sýningu 3. febrúar. Ég er ekki alveg viss um að ég hefði nennt að halda út svo lengi. Einhver hélt því fram að hafa séð hana til enda og að hún hafi verið svo góð að honum fannst hún hafi bara verið 30 tímar á lengd. :-) En markmiðið er líklega ekki að fólk haldi sér vakandi til enda. Myndin heitir jú The Cure for Insomnia.

Hér á Wikipedia er svo áhugaverður listi yfir lengstu kvikmyndir sögunnar. The Cure for Insomnia er að finna neðst undir “Experimental films”.

Mikið er nú annars gaman að flétta heimsmetabók Guinness. Ég var búinn að gleyma því hvað hún er skemmtileg. Gjörsamlega gagnlaus þekking en skemmtileg engu að síður. :-)

url: http://thorkell.annall.is/2007-12-02/gaman-a-jolamarkadi-og-fl/

Athugasemdir

Fjöldi 8, nýjasta neðst

Dagný @ 3/12/2007 14.53

Hæ Keli minn,
Ekkert bólar ennþá á emil frá henni Dagnýju. Hins vegar varð mér hugsað til þín þegar ég las bloggið hans Gunnars vinar míns í dag. Þú gætir nú haft af þessu bæði gagn og einnig nokkurt gaman:

http://zundi.kjarri.org/?p=371

Ísland – bezt í heimi :)

Sigga @ 3/12/2007 17.45

Og svo var fólk að kvarta yfir 6 klukkustunda heimildamynd á kvikmyndahátíðinni :o )

Árni Svanur @ 3/12/2007 18.18

Jólamarkaðir eru skemmtilegir. Er þessi mynd til á dvd?

Þorkell @ 3/12/2007 22.53

Nei. Af hverju spyrðu? Áttu erfitt með að sofna? :-)

Árni Svanur @ 3/12/2007 22.54

Ekki almennt, en þetta getur nú verið áhugavert fyrir því ;)

Þorkell @ 4/12/2007 09.37

Hvaða heimildamynd var það Sigga?

Þorkell @ 4/12/2007 09.39

Þetta er algjör snilld Dagný! :-) Takk fyrir linkinn.

Ása @ 4/12/2007 23.38

Keli minn, viltu nokkuð senda mér tölvupóst? Ég er ekki með netfangið þitt lengur.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli