þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Fjöldamorðingjar · Heim · Hvað ræður för þegar maður kynnist fólki? »

Ælujól og nýr megrunarkúr

Þorkell @ 14.52 30/12/07

Þetta voru frekar eftirminnileg jól. Við fengum öll ælu- og magapest og var skipst á að kasta upp og opna pakka. Meirihlutinn af jólamatnum var ekki étinn og þurfti að lokum að henda honum. En hið góða við þetta var að maður lagði ekki á sig yfir hátíðirnar heldur hrundu af manni kílógin.

Hvernig stendur annars á því að í öllu þessu megrunaræði síðustu 20-30 ár hafi engum dottið í hug að selja ælupest? Það er líklega besta leiðin til að grennast fljótt. Manni langar ekki baun í matarbita og því ekki að drepast úr hungri. Vissulega er ælupest ekkert þægileg en hún er alla vega valkostur fyrir þá sem hafa litla sjálfsstjórn þegar kemur að mat.

url: http://thorkell.annall.is/2007-12-30/aelujol-og-nyr-megrunarkur/

Athugasemdir

Fjöldi 12, nýjasta neðst

Eva @ 30/12/2007 16.06

Löngu búið að selja þetta trix gæskur. Af og til fréttist af netsíðum með upplýsingum fyrir ungar stúlkur sem vilja koma sér upp anorexíu. Stóri gallinn við ælupesterkúrinn er sá að við mikil uppköst verður líkaminn fyrir óhóflegu vökvatapi. Auk þess eru vinnuveitendur almennt ekkert hrifnir af því að vera með ælandi starfsfólk og þeir sem troða sig út allan daginn en æla svo þegar þeir koma heim eru samkvæmt skilgreiningu haldnir geðsjúkdómi, sem aftur á móti hefur áhrif á möguleika manns á sjúkra- og líftryggingu.

Þorkell @ 30/12/2007 16.11

Ég er ekki að segja að ég sé hrifinn af kúrnum Eva. Mér finnst bara undarlegt að ég hafi ekki heyrt um ælupestakúr. Vissulega hef ég heyrt um átröskun en það er ekki alveg það sama.

Árni Svanur @ 30/12/2007 17.33

Þetta hljómar ekki vel, ég vona að þið séuð búin að jafna ykkur. Er lítt hrifinn af öllum öfgakúrum þegar kemur að megrunum og því hljómar ælukúrinn ekki vel ;)

Örvar @ 30/12/2007 19.05

Keli, þú þarft ekki að reyna að selja mér hana. Við krakkarnir vorum að ljúka vikukúr. Veit um fleiri svo þetta virðist hafa verið vinsælt hérna yfir hátíðirnar.

Árni Svanur @ 30/12/2007 19.31

Ætli þetta kallist þá Drammenkúrinn, svona ef hann nær e-m vinsældum?

Þorkell @ 30/12/2007 20.57

Erum við þá ekki ælubræður Örvar? :-)

Gott heiti Árni Svanur, þótt Drammen sé reyndar allt of fallegur bær til að kenna hann við slík ósköp. :-)

Birgir Baldursson @ 31/12/2007 05.49

Einhverntíma var eitthvað grínast með “salmonellukúrinn”. Hann felst einfaldlega í því að snæða hráan kjúkling í öll mál þar til allt fer að gerast.

Þorkell @ 31/12/2007 06.40

Dásamlegt Birgir! :-)

Carlos @ 31/12/2007 10.21

Má ég þá frekar biðja um hefnd Montezuma, sem felst í því að maður borðar allt sem hugurinn girnist – í Mexíkó, þangað til eitthvað fer að gerast. Til að vera viss biður maður um sallatið sitt óþvegið.

Sigga @ 31/12/2007 13.16

Úff, mér er orðið óglatt af að lesa þetta :) En Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Þorkell @ 31/12/2007 16.56

Ég kannast við svona Montezuma kúr Carlos, nema þessi var í Albaníu. Hann var svo kröftugur að ég leit út eins og beinagrind eftir 9 mánaða dvöl þar.

Takk fyrir kveðjuna Sigga og sömuleiðis. Takk fyrir allt það gamla.

gajus @ 31/12/2007 19.28

Kiwi-kúrinn var auglýstur í Séð og heyrt eða einhverju svipuðu tímariti e-n tíma á árinu. Ég fjárfesti í blaðinu enda matmaður mikill og fannst fyrirsögnin hljóma spennandi og gæti leyst hefðbundin vandamál mín. Reyndist vera um að ræða grín frá Davíð Oddssyni núverandi Seðlabankastjóra. Kúrinn fólst í því að eta mátti allt nema Kiwi!!!
Undirritaður var annars að stíga upp frá borðum, einstaklega ljúffeng frönsk andarsteik á borðum með tillbehör. Babetta vinkona okkar hefði varla gert betur.
Veðurfræðingar hafa verið of fljótir á sér, segir fólk hér. Blæjalogn en samt búið að blása af allar brennur. Ef veðrið versnar ekki snarlega verðskulda þeir titilinn “Skussar ársins.” Hallgerður langbrók og Njáll á Bergþórshvoli bíða hér frammi í gangi, þrá að fara “í loftið” og eru þá ótalin skotfæri sonar míns, svo ekki sé talað um tengdasoninn sem verður eins og hryðjuverkamaður á þessu kvöldi. Hann er þó staddur í öðru húsi hér á Nesinu en einhver áform eru um sameiginlega skotæfingu fyrir miðnætti. Verði fólki að góðu. Sjálfur er ég friðarins maður á þessu kvöldi sem öðrum. Baráttukveðjur til Norge. Gert í hléi, meðan beðið er eftir Geir Haarde og eftirréttinum!


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli