þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Hér er góð leið til að kafa dýpra í kvikmyndasöguna · Heim · Hvers vegna er “vondi kallinn” vondur? »

Gætir þú búið með sjálfum/sjálfri þér

Þorkell @ 08.37 7/1/08

Hér koma tvær spurningar sem hafa haldið fyrir mér vöku.

 1) Ef þú yrðir ástfangin(n) af annari persónu sem hefði sömu kosti og galla og þú, gætir þú búið með henni? Hvers vegna?

2) Þú ert ástfangin(n) af tveim persónum sem þú átt erfitt með að velja á milli. Þú berð spurningu nr. 1 undir þær báðar og þarft að velja aðra þeirra út frá svarinu. Önnur þeirra segir já og hin nei. Hvorra myndir þú velja og hvers vegna?

url: http://thorkell.annall.is/2008-01-07/gaetir-thu-buid-med-sjalfumsjalfri-ther/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 7/1/2008 10.36

Held að þú getir sofið rólegur. Því fyrst þú ert kominn svo langt að þekkja eigin kosti og galla svo ítarlega að geta áttað þig á því að einhver annar hefur sömu kosti og galla þá er örugglega stutt í að þú getir leyst gallana, amk haldið þeim niðri og verið nokkurn veginn gallalaus. Þið tvö, gallalaus ættuð því að passa vel saman. Hvað spurningu tvö varðar þá er það bara á færi einstakra snillinga að leggja framtíðina undir í einni spurningu. Ætlað ekki að blanda mér í það.

Eva @ 7/1/2008 19.06

1 Ég er frekar þægileg í umgengni, góð við þá sem mér þykir vænt um og kann allavega nógu vel við sjálfa mig til að vilja búa með mér. Auk þess hef ég 21 árs reynslu af því að búa með eldri syni mínum sem hefur einmitt sömu karaktereinkenni og ég og við höfum aldrei lifað slæman dag saman.

2 Ég myndi velja þann sem segir já vegna þess að ef ég er ástfangin af einhverjum þá hlýt ég að taka mark á mati hans á sjálfum sér. Reyndar held ég líka að ég gæti ekki búið með neinum sem hefur of litlar mætur á sjálfum sér til að þola eigin félagsskap því fólk sem er óánægt með sig er ekki hamingjusamt.

Þorkell @ 7/1/2008 20.01

“Reyndar held ég líka að ég gæti ekki búið með neinum sem hefur of litlar mætur á sjálfum sér til að þola eigin félagsskap”

Það er einmitt þetta sem ég var að velta fyrir mér. Er sá sem segir já persóna sem er sátt við sjálfa sig eða bara blind á eigin galla? Og getur verið að sú persóna sem segir nei, sé bara meðvitaðri um eigin galla og því líklegri til að breytast. Ég myndi alla vega ekki vilja búa með persónu sem er blind á eigin galla og myndi því velja þá sem svaraði neitandi.

Árni Svanur @ 7/1/2008 20.35

Þarf þetta endilega að vera svart-hvítt? Er sjálfgefið að sjá sem svarar „já“ sé blindur á eigin galla? Getur verið að við getum einfaldlega ekki svarað þessu út frá spurningu nr. 1 án þess að tillit sé tekið til annarrar þekkingar okkar á viðkomandi einstaklingi (sem getur þá nýst við mat á því hvort viðkomandi er sjálfsrýninn eða blindur)?

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 7/1/2008 22.35

Ef ég vissi svona mikið um sjálfa mig væri ég of upptekin af sjálfri mér. Það væri einn gallinn enn sem ég held að mundi útiloka gefandi samband af okkar beggja hálfu. Hinir kostirnir og gallarnir mundu engu máli skipta. :-)

Þorkell @ 7/1/2008 23.00

Það er einmitt það sem ég var að velta fyrir mér Árni Svanur. Er hægt að daga ályktun út frá svari við sp. 1 og ef svo er, hvaða ályktun myndi fólk draga. Ég er hins vegar sammála niðurstöðu þinni.

Eva @ 8/1/2008 11.42

“Ef ég vissi svona mikið um sjálfa mig væri ég of upptekin af sjálfri mér.”

Þetta finnst mér nú undarlegt mat.
Fólk sem er mjög upptekið af sjálfu sér hefur ekki endilega raunhæfa sjálfsmynd. Fólk sem kemst á fullorðinsár án þess að ráða við að gefa sæmilega lýsingu á sjálfu sér hefur líklega verið upptekið við eitthvað allt annað en að læra samskipti.

Þótt sé auðvitað alveg möguleiki að sá sem svarar játandi sé bara blindur á galla sína, held ég að sé skömminni skárra að búa með gallagrip sem ofmetur sjálfan sig en einhverjum sem þekkir alla galla sína og er of ósáttur við þá til að vilja bjóða sjálfum sér upp á slíkt en hefur ekki ennþá haft manndóm í sér til að laga þá.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli