þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Hvers vegna er “vondi kallinn” vondur? · Heim · Gáta dagsins »

Hefur Blu-Ray sigrað?

Þorkell @ 07.44 8/1/08

Hefðbundnir DVD diskar munu brátt heyra sögunni til en tvö formöt hafa barist um að taka við, þ.e. Blu-Ray og HD DVD (svona svipað og Beta og VHS stríðið á sínum tíma). Flestir hafa beðið með að kaupa sér nýjan spilara þangað til ljóst er hvor vinnur. Nú virðist nokkuð ljóst að Blu-Ray hefur sigrað því Warner Bros. tilkynnti nýlega að þeir myndu hætta að framleiða HD DVD diska.

Reyndar hafa Paramount og Dreamworks skuldbundið sig til að framleiða eingöngu HD DVD diska út árið 2008 og Universal gefur enn út í báðum formötum (þótt óttast sé að þeir fari sömu leið og Warner Bros).  Vandi HD DVD var nægur áður en Warner Bros. tók þessa ákvörðun, því sala Blu-Ray diska er margfalt meiri en HD DVD, jafnvel þótt HD DVD spilarar eru mun ódýrari og voru á tímabili seldir undir kostnaðarverði. Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögðum Universal. HD DVD er nú þegar með annan fótinn í gröfinni, ef þeir fara sömu leið og Warner Bros. mun það líklega endanlega jarða HD DVD.

Að vissu leyti er það léttir að það sér fyrir endann á þessu stríði. Núna getur maður loksins farið að fjárfesta í nýjum spilara og betri diskum. Það syrgir mig hins vegar að HD DVD spilarar sigruðu ekki. Þeir eru svæðislausir (þannig að maður gat keypt myndir allsstaðar úr heiminum) og þeir geta spilað gömlu DVD diskana. Reyndar er hægt að kaupa svæðislausa Blu-Ray spilara en þeir kosta meira og verða ekki eins aðgengilegir. Og fyrirtæki sem framleiða Blu-Ray spilara hafa lofað að hanna þá þannig að þeir geti einnig lesið venjulega DVD diska en ég óttast að það muni ekki standa lengi (ekkert frekar en spilarar sem gátu bæði spilað VHS og DVD).

Þýðir þetta að ég ætli að kaupa mér Blu-Ray spilara núna? Nei! Ég lifi enn í voninni og Blu-Ray spilarar munu lækka í verði um leið og markaðurinn stækkar svo það borgar sig enn að bíða. Svo er það ekki eins og þær myndir sem seldar eru á Blu-Ray eða HD DVD kalli á mann. Nánast allt er það nýjasta og vinsælasta. Klassískar myndir og gæðamyndir sem ekki hafa slegið í gegn eru enn nánast alfarið á hefðbundnum DVD diskum.

url: http://thorkell.annall.is/2008-01-08/hefur-blu-ray-sigrad/

Athugasemdir

Fjöldi 8, nýjasta neðst

Einar S. G. @ 8/1/2008 23.37

Sony menn hafa lagt allt í sölurnar fyrir Blu-Ray enda eiga þeir harma að hefna þegar þeir töpuðu BETA vs. VHS stríðinu forðum daga. Þá var BETA kerfið að mörgu leyti hentugra en VHS (minni spólur og meiri myndgæði).

Það er einn kostur við Blu-Ray og það er að diskarnir eru í hulstri sem verja þá (líkt og gömlu floppy disketturnar). Rispaðir diskar eru stórt vandamál í okkar DVD veröld. Veit ekki hvort HD DVD diskarnir séu svoleiðis útbúnir líka.

Það er rétt sem þú nefnir Keli að það er sniðugt að geta spilað bæði HD DVD og DVD diska án vandræða í sama tæki.

Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer.

Þorkell @ 9/1/2008 03.04

Hér er áhugaverður sambanburður á HD myndgæðum og venjulegum DVD myndgæðum (þökk sé Árna Svani). Þið verðið að fara með bendilinn yfir myndirnar til að kalla fram HD myndgæðin. Munurinn er gígantískur.

Þorkell @ 9/1/2008 03.40

Og nú virðist Paramount farin að endurskoða stuðning sinn við HD DVD.

Þorkell @ 9/1/2008 21.49

Og fleiri fara að fordæmi Warner Bros. Nú hefur New Line ákveðið að hætta að gefa út efni á HD DVD diskum. Ætli það sé ekki best að fara að kanna verð á spilurum núna.

Árni Svanur @ 9/1/2008 22.42

Það verður spennandi að sjá hvort framboð af spilurum eykst ekki fljótlega og verðið lækkar ekki að sama skapi.

Árni Svanur @ 10/1/2008 20.17

Samkvæmt Engadget virðist Universal vera á sömu leið og Warner, samningur sem kvað á um að stúdíóið gæfi eingöngu út HD diska á HD-DVD rann út og hefur ekki verið endurnýjaður.

Ingólfur @ 11/1/2008 19.56

ég fór í ormsson og þar voru blu-ray spilarar á 150 til 180 þúsund krónur.

en síðan er hægt að kaupa playstison 3 leikjavélina á 60 þúsud sem er með blu-ray.

maður fær spilaran og leikjatölvu fínt fyrir krakkanna.

Þorkell @ 12/1/2008 07.09

Universal hefur borið þær fregnir til baka að þeir ætli að hætta að gefa út efni á HD DVD. Segja að slíkt hafi aldrei staðið til. Sp. hvor Blu-Ray hafi komið sögusögnunum af stað til að valda enn meiri titringi?


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli