þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Gáta dagsins · Heim · Stundvísi og læknastofur »

Er loksins kominn dagur?

Þorkell @ 20.10 16/1/08

Þetta eru fallegustu orð sem ég hef heyrt (Mirjam, þegar hún heyrði að ég var kominn á fætur,  snemma á laugardagsmorgni).

Það er svo mikil lífsgleði í þessum orðum. Nóttin er eins og löng biðröð og dagurinn eins og skemmtigarður.

url: http://thorkell.annall.is/2008-01-16/er-loksins-kominn-dagur/

Athugasemdir

Fjöldi 4, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 16/1/2008 20.18

Barnaorð og -setningar eru svo yndislegur hluti af tilverunni :)

Bergsveinn @ 30/4/2008 21.07

Fallegt. Ég vil því deila með þér einni setningu sem Sunneva sagði í afmæli í gær um pabba sinn, sem var doktor, en “bara dáldið skrýtinn doktor því hann getur ekki fixað neinn”. He. Þau hitta stundum naglann beint á myndi ég segja.

Gunnlaugur @ 1/5/2008 03.24

“Vökumaður, hvað líður nóttunni?” er spurt í helgri bók og hér er rétt nýlokið yfirferð prófa og morguninn skammt undan með “hjálp Guðs” sem kemur “þegar birtir af degi” skv. ýmsum textum G.t. Börnin tjá þetta svo með sínum hætti. Sem gamall næturvörður þekki ég þessa tilfinningu vel og hve fallegt gat orðið kl. fimm að morgni að sumarlagi.

Þorkell @ 1/5/2008 16.25

Þú getur nú fixað helling Bergsveinn. Heilu sögurnar og fortíðina þar að auki! :)

Og já, þetta passar skemmtilega við dögun í Biblíunni Gunnlaugur. Ég hafði ekki leitt hugann að því.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli