þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Er loksins kominn dagur? · Heim · Nýr fjölskyldumeðlimur »

Stundvísi og læknastofur

Þorkell @ 23.06 24/1/08

Á tannlæknastofu með Mirjam kl. 8:45:

Tannlæknir: Og þið eruð?
Þorkell: Mirjam. Við eigum pantaðan tíma núna kl. 8:45
Tannlæknir: Já, það er smá bið [sendir inn kúnna sem beið]
Þorkell: Ég bíð í 10 mín.
Tannlæknir: Ha?! Hvað sagðir þú? [Andlitið datt af henni].
Þorkell: Ég sagði að ég myndi bíða í 10 mín. Ef enginn hefur sótt okkur að þeim tíma liðnum fer ég.
Tannlæknir: Meinarðu það?
Þorkell: Já. Ég er ný kominn af næturvakt og dauðþreyttur og Mirjam á að vera mætt í skólann. Þið opið kl. 8 og það er strax komin bið. Það finnst mér lélegt.
Tannlæknir: Já en ég get ekki lofað því að ég verð laus eftir 10 mín [enda ný búin að taka inn kúnna og því væntanlega að minnsta kosti hálftíma bið].
Þorkell: Þá fer ég bara núna og þið sendið okkur uppl. um nýjan tíma.
Tannlæknir: Við reynum sko að gera okkar besta hérna!

Hvers vegna láta heimilislæknar og tannlæknar eins og þeir þurfi ekki að virða tíma annarra? Það heyrir til algjörar undantekningar að maður komist inn til læknis eða tannlæknis á réttum tíma. Ég get vel skilið að atvik geti komið upp sem riðla tímatöflunni en ég skil ekki að slíkt gerist nánast alltaf. Ég hef t.d. alltaf þurft að bíða á þessari tannlæknastofu í 30 mín og upp til klukkutíma. Fólk sem vinnur við þetta daginn út og inn á að vita hve mikinn tíma hver og ein aðgerð á að taka og ef dagskráin riðlast dag eftir dag, verða þau bara að reikna með meiri tíma.

Ég hef alla vega ákveðið að í framtíðinni bíð ég ekki í meira en 15 mín eftir tannlækni eða lækni (þ.e. ef ég á pantaðan tíma). Ef allir gerðu slíkt myndu þeir kannski fara að sýna tíma fólks aðeins meiri virðingu.

url: http://thorkell.annall.is/2008-01-24/stundvisi-og-laeknastofur/

Athugasemdir

Fjöldi 5, nýjasta neðst

Eva @ 24/1/2008 23.54

Einmitt. Ef ALLIR gerðu það. Því miður eru litlar líkur á að breið samstaða myndist. Þú getur kannski leyft þér þann munað að krefjast virðingar ef þú ert bara að fara með börnin í almennt eftirlit en ætli þú biðir nú ekki lengur ef korter ef þau væru með tannpínu. Það eru nefnilega ákveðnar líkur á að verði ekkert gengið á eftir þér með að koma aftur og nóg af fólki sem er dauðfegið að fá þitt pláss í biðröðinni.

Sem betur fer er til annað húsráð sem alltaf virkar og það er að verða bara brjálaður. Ber 100% árangur í hvert einasta sinn. Um daginn þurfti systir mín t.d. að fara í lungnaaðgerð. Hún átti að fara í aðgerðina snemma morguns en það “dróst”, fyrst til hádegis og svo aðeins lengur o.s.frv. Þegar hún var búin að bíða þjáð og fastandi til kl 5, var henni sagt að sennilega kæmist hún ekki að þann daginn. Hún varð stjörnuvitlaus og, bingó! skyndilega, eins og fyrir töfra, var ekkert brjálað að gera lengur og 5 mínútum síðar var hún komin inn á skurðstofu.

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 25/1/2008 13.35

Stundum virka hvolpaaugu með ljóskufasi ágætlega þegar ég þarf að snúa tilverunni mér í hag en ég held að það sé af því að ég er rauðhærð. Þetta er svona shock-and-awe aðferð því ég er rauðhærð og það á enginn von á svo bljúgu bjargarleysi frá rauðku.
Eftir að hafa unnið árum saman við sjúkramóttökur veit ég að það þarf ekki bráðatilvik til að teygja lopann og hef því oft takmarkaða þolinmæði ef ég er endurtekið látin bíða.

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 25/1/2008 13.36

Hmmm… komst það til skila að ég er rauðhærð?

Þorkell @ 25/1/2008 15.18

Ha, ertu rauðhærð!? :-)

Fjóla @ 31/1/2008 10.40

Já Keli! Ég ætla að gera þetta líka. Var einmitt hjá lækni í síðustu viku, hann er ekki með móttöku og allt slökkt inni þegar ég kom. Beið í 10 mínútur og ætlaði svo að fara en mætti honum í dyrunum á leiðinni út! Hann var næstum dónalegur! Ég meina common! Ég ætla að taka upp þessa taktík líka. Verst hvað það er erfitt að komast að hjá mörgum læknum og það skiptir þá engu máli að missa einn kúnna…eeennnn….Takk fyrir tipsið!

Fjóla


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli