þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Fjórir þættir ástarinnar · Heim · No animal was hurt during the making of this burger »

Skemmtun +/- minning

Þorkell @ 04.16 16/2/08

Ég hef verið að velta eftirfarandi fyrir mér. Segjum sem svo að einhver myndi hanna tæki sem gæti varpað myndum á heila fólks þannig að því fyndist það vera þátttakendur í einhverju ævintýri. Það væri búið að sannreyna að tækið væri ekki skaðlegt á neinn hátt og að þátttakendur hafi aldrei á ævi sinni skemmt sér eins vel og þann klukkutíma sem þeir voru tengdir tækinu. Það er aðeins einn galli. Einhverja hluta vegna gleyma þátttakendur öllu um leið og þeir eru ekki lengur tengdir tækinu.

Það kostar 10.000 kr. að fara í tækið. Þú veist að fyrir þennan pening færðu klukkustund af mestu skemmtunn ævi þinnar (göngum út frá því að það sé ekki blekking framleiðenda tækisins heldur staðreynd) en þú munt ekki muna eftir neinu um leið og tíminn er liðinn. Myndir þú greiða fyrir klukkustundina og ef já/nei, hvers vegna?

url: http://thorkell.annall.is/2008-02-16/skemmtun-minning/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Eva @ 19/2/2008 12.02

Já. Ég trúi því að allt sem við upplifum hafi áhrif á undirvitundina, jafnvel þótt maður muni ekki eftir því. Sá sem hefur upplifað ævintýri lífs síns vill upplifa það aftur og meðvitað. Ég held þessvegna að ég yrði líklegri til að gera það sem þarf til að koma mér í þær aðstæður eftir tíma í tækinu. Svo verður maður líka bara svo glaður af því að skemmta sér.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli