þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Skemmtun +/- minning · Heim · Óskarinn – Mitt mat og mín spá »

No animal was hurt during the making of this burger

Þorkell @ 04.20 19/2/08

Það kom mér á óvart að þessi setning finnst ekki á Google. Og ég sem hélt að ég hafði dottið niður á eitthvað sem margir höfðu skrifað áður.

Og nei, ég var ekki að semja slagorð fyrir grænmetisborgara, heldur er þetta ritað sem gagnrýni á þann tvískinnung að það sé rangt að aflífa dýr í kvikmynd en í góðu lagi að aflífa þau til að framleiða hamborgara.

url: http://thorkell.annall.is/2008-02-19/no-animal-was-hurt-during-the-making-of-this-hamburger/

Athugasemdir

Fjöldi 5, nýjasta neðst

Erna @ 19/2/2008 09.58

Emmmm… nema kannski vegna þess að neysla matar er nær frumhvötum mannfólks en framleiðsla bíómynda, er það ekki?

Þorkell @ 19/2/2008 10.17

Jú en hvort er nú mikilvægara fyrir mannkynið. Listaverk sem lifir að eilífu eða hamborgari? Og svo má auðvitað nota kjötið af dýrinu sem er drepið í kvikmynd en það er eins og málið snúast meira um það að við viljum ekki vera minnt á að við drepum dýr.

Drengur @ 19/2/2008 11.51

Góð pæling. En auðvitað þjáist aumingja dýrið sem þarf að leggja sér eitthvað annað en kjöt-borgara til munns.

Eva @ 19/2/2008 12.07

Ég er nú samt á því að þetta sé alveg tilvalið slagorð fyrir grænmetiveitingahús.

Carlos @ 20/2/2008 06.23

Hvað kemur það málinu við hvað er mikilvægt fyrir mannkynið um eilífð ef ég er svangur nú og vil borða? Mat minn og engar refjar! Þorkell hefur nokkuð til sín máls – furðulegur tvískinnungur í okkur, borgarfólkinu, að við þolum ekki að sá gæludýrin kveljast en finnst allt í lagi að horfa á blóðuga slátrun fólks í kvikmyndum …


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli