þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« No animal was hurt during the making of this burger · Heim · 15 ára brúðkaupsafmæli »

Óskarinn – Mitt mat og mín spá

Þorkell @ 12.30 20/2/08

Óskarinn verður afhentur aðfaranótt mánudags. Ég hef séð flestar myndirnar sem eru tilnefndar þetta árið. Hér er mitt mat á myndunum og mín spá.

Besta kvikmynd ársins
Atonement
Juno
Michael Clayton
No Country for Old Men
There Will Be Blood

Það kemur á óvart hve góðar myndirnar eru sem eru tilnefndar þetta árið (ekkert Titanic, Rocky eða Out of Africa kjaftæði).  Það er ekki auðvelt að gera upp á milli myndanna. Juno er virkilega góð en kannski síst af þessum fimm. Ég var persónulega hrifnastur af Atonement og There Will Be Blood. Ég þarf eiginlega að sjá báðar myndirnar aftur til að geta gert upp á milli þeirra. Ég spái því að Atonement fái óskarinn. Besta mynd ársins (að mínu mati) var hins vegar I’m Not There, en hún var líklega of frumleg til að hljóta tilnefningu. Rangt! No Country fékk verðlaunin. Ég hélt að myndin væri allt of blóðug og ofbeldisfull fyrir akademíuna!

Besti leikari í aðalhlutverki
George Clooney fyrir Michael Clayton
Daniel Day-Lewis fyrir There Will Be Blood
Johnny Depp fyrir Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Tommy Lee Jones fyrir In the Valley of Elah
Viggo Mortensen fyrir Eastern Promises

Svarið er frekar auðvelt hér. Daniel Day-Lewis er sá eini sem kemur til greina. Hann fær óskarinn og ég er hjartanlega sammála því vali. Rétt! Hann fékk óskarinn. Ekkert sem kom á óvart hér.

Besta leikkona í aðalhlutverki
Cate Blanchett fyrir Elizabeth: The Golden Age
Julie Christie fyrir Away from Her
Marion Cotillard fyrir La Môme
Laura Linney fyrir The Savages
Ellen Page fyrir Juno

Ég hef ekki séð The Savages. Af þeim fjórum myndum sem eftir eru stendur valið á milli Marion Cotillard (fyrir hlutverk sitt sem Edith Piaf) og Ellen Page (Juno). Ég spái því hins vegar að óskarinn klikki hér og afhendi Julie Christie verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn íslensk ættaði vesturíslendingur í kvikmyndinni Away from Her. Sú mynd er reyndar svakalega góð landskynning. Rangt! Óskarinn klikkaði ekkert. Marion Cotillard fékk gullið.

Besti leikari í aukahlutverki
Casey Affleck fyrir The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford
Javier Bardem fyrir No Country for Old Men
Philip Seymour Hoffman fyrir Charlie Wilson’s War
Hal Holbrook fyrir Into the Wild
Tom Wilkinson fyrir Michael Clayton

Ég hef ekki séð The Assassination of Jesse James en allir hinir leikararnir standa sig frábærlega og ættu skilið að vinna. Ég spái því þó að Javier Bardem fái óskarinn fyrir hlutverk sitt sem leigumorðingi í No Country for Old Men. Ég væri persónulega sáttur við það val, þótt ég voni innst inni að Philip Seymour Hoffman vinni, en það hefur meira með aðdáun mína á honum sem leikara en að hann hafi staðið sig betur en aðrir. Rétt! Javier Bardem fékk óskarinn, eins og flestir bjuggust við.

Besta leikkona í aukahlutverki
Cate Blanchett fyrir I’m Not There.
Ruby Dee fyrir American Gangster
Saoirse Ronan fyrir Atonement
Amy Ryan fyrir Gone Baby Gone
Tilda Swinton fyrir Michael Clayton

Hér koma aðeins tvær leikkonur til greina. Amy Ryan fyrir Gone Baby Gone (hún nær dópistanum fullkomlega) og Cate Blanchett sem Dylan í I’m Not There. Cate Blanchett er hins vegar betri og fær mjög líklega óskarinn. Rangt! Tilda Swinton fékk styttuna. Þetta er auðvitað bara hneyksli!!!

Besti leikstjóri
Paul Thomas Anderson fyrir There Will Be Blood
Ethan Coen, Joel Coen fyrir No Country for Old Men
Tony Gilroy fyrir Michael Clayton
Jason Reitman fyrir Juno
Julian Schnabel fyrir Le Scaphandre et le papillon

Ég hef ekki séð Le Scaphandre et le papillon. Paul Thomas Anderson fær mitt atkvæði og ég spái því að hann fái einnig óskarinn. Rangt! Coen bræður fengu loksins syttu!

Besta frumsamda handritið
Juno
Lars and the Real Girl
Michael Clayton
Ratatouille
The Savages

Eins og áður sagði hef ég ekki séð The Savages. Valið stendur í raun á milli Juno og Michael Clayton. Juno fengi mitt atkvæði en ég spái því að Michael Clayton fái óskarinn. Rangt! Juno fékk verðlaunin.

Besta handritið byggt á áður útgefnu efni
Atonement
Away from Her
Le Scaphandre et le papillon
No Country for Old Men
There Will Be Blood

Eins og áður sagði hef ég ekki séð Le Scaphandre et le papillon. Valið stendur í raun á milli Atonement og There Will Be Blood. Ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra en spái því að Atonement fái óskarinn. Rangt! No Country for Old Men fékk verðlaunin.

Besta kvikmyndataka
The Assassination of Jesse James
Atonement
No Country for Old Men
Le Scaphandre et le papillon
There Will Be Blood

Ég hef ekki séð tvær myndir hér: The Assassination of Jesse James og Le Scaphandre et le papillon. Það er því mjög erfitt að velja. Ég spái því þó að Atonement fái verðlaunin og væri ég vel sáttur við þau úrslit. Rangt! There Will Be Blood fékk verðlaunin.

Besta klippingin
The Bourne Ultimatum
Le Scaphandre et le papillon
Into the Wild
No Country for Old Men
There Will Be Blood

Á eftir að sjá Le Scaphandre et le papillon og það kemur mér verulega á óvart að Atonement er ekki tilnefnd. Óskarinn fer líklega til There Will be Blood. Ég gæti alveg lifað við þær niðurstöður. Rangt! The Bourne Ultimatum fékk verðlaunin hér.

Besta sviðsmynd
American Gangster
Atonement
The Golden Compass
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
There Will Be Blood

Ég spái því að Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street fái verðlaunin hér og er hjartanlega sammála þeirri niðurstöðu. Rétt! Kom ekki svo sem á óvart.

Besti búningarnir
Across the Universe
Atonement
Elizabeth: The Golden Age
La Môme
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street

Ég spái því að óskarinn fari annað hvort til Atonement eða Elisabeth: The Golden Age. Óskarinn elskar búningadrama svo Elisabeth fær líklega verðlaunin. Græni kjóllinn í Atonement fær hins vegar mitt atkvæði :) Rétt! Óskarinn féll fyrir búningadramanu, eins og alltaf.

Besta förðunin
La Môme
Norbit
Pirates of the Caribbean: At World’s End

La Môme fengi mitt atkvæði. Loksins tókst að láta fólk eldast á trúverðugan hátt (þ.e. án þess að það lítu út eins og U-Hu lími hafi verið makað framan í fólk). Parates fær þó líklega óskarinn. Rangt! La Môme fékk þau.

Besta frumsamda tónlistin
Atonement
The Kite Runner
Michael Clayton
Ratatouille
3:10 to Yuma

Ég er enn ekki búinn að sjá The Kite Runner eða 3:10 to Yuma. Ætli Ratatouille fái ekki óskarinn. Ég hef ekki neitt álit hér. Rangt! Atonement fékk þau.

Besta lag
August Rush:  (“Raise It Up”)
Enchanted: (“Happy Working Song”)
Enchanted: (“So Close”)
Enchanted: (“That’s How You Know”)
Once: (“Falling Slowly” )

Ég hef ekki séð August Rush eða Once. Spái því þó að Enchanted vinni fyrir lagið That’s How You Know. Það er nógu rómantískt fyrir óskarinn. Ég bíð með mitt mat þangað til ég hef séð hinar myndirnar. Rangt! Once fékk þau.

Besta hljóð
The Bourne Ultimatum
No Country for Old Men
Ratatouille
3:10 to Yuma
Transformers

Ég hef ekki séð 3:10 to Yuma en valið stendur á milli No Country og Transformers. Ég spái því að Transformers fái óskarinn en No Country fær mitt atkvæði. Rangt! The Bourne Ultimatum fékk kallinn.

Besta hljóðblöndun
The Bourne Ultimatum
No Country for Old Men
Ratatouille
There Will Be Blood
Transformers

Transformers fær óskarinn og á það vel skilið. Rangt! The Bourne Ultimatum fékk þau.

Best Achievement in Visual Effects
The Golden Compass
Pirates of the Caribbean: At World’s End
Transformers

Valið stendur á milli Pirates og Transformers hér. Ég spái því að Pirates hafi vinninginn. Hún fær líka mitt atkvæði. Rangt! The Golden Compass fékk þau. Það vekur vonandi meiri athygli á myndinni í Bandaríkjunum.

Besta teiknimyndin
Persepolis
Ratatouille
Surf’s Up

Ég hef ekki séð Surf’s Up en Persepolis fengi mitt atkvæði. Ratatouille fær óskarinn. Rétt! því nú ver og miður.

Besta erlenda myndin
Die Fälscher (Austria)
Beaufort (Israel)
Mongol (Kazakhstan)
Katyn (Poland)
12 (Russia)

Ég hef enga séð!!! Þessar myndir berast svo seint hingað! :( Die Fälscher fékk styttuna.

Besta heimildamyndin
No End in Sight
Operation Homecoming: Writing the Wartime Experience
Sicko
Taxi to the Dark Side
War Dance

Ég hef bara séð Sicko og hef því ekki neitt álit á þessum flokki. Spái því Sicko fái óskarinn, svona sem pólitísk skilaboð rétt fyrir kosningar. Rangt! Taxi to the Dark Side fékk óskarinn.

Besta stutt-heimildamyndin
Freeheld
Corona, La
Salim Baba
Sari’s Mother

Ég hef ekki séð neitt hér. Freeheld fékk styttuna.

Besta stutt-teiknimyndin
Même les pigeons vont au paradis
I Met the Walrus
Madame Tutli-Putli
Moya lyubov
Peter & the Wolf

Ég hef ekkert séð hér. Pétur og úlfurinn sigraði hér.

Besta stuttmyndin (leikin)
Om natten
Il Supplente
Le Mozart des pickpockets
Tanghi argentini
The Tonto Woman: Daniel Barber, Matthew Brown

Ég hef ekkert séð hér. Le Mozart des pickpockets vann.

Nú er bara að sjá hvort spár mínar ganga eftir. Ég skora á aðra bloggara að birta spár sínar (sérstaklega Sigríði Pétursdóttur!).

url: http://thorkell.annall.is/2008-02-20/oskarinn-mitt-mat-og-min-spa/

Athugasemdir

Fjöldi 19, nýjasta neðst

Hugrún @ 20/2/2008 23.12

Þær einu myndir sem ég hef séð af þessum langa lista eru Sweeney Todd og Ratatouille. Jú Michael Clayton sá ég líka. Þannig að ég ætla ekki að segja neitt um þetta, en það verður gaman að sjá hvernig spá þín rætist :)

Sigga @ 21/2/2008 14.05

Já spennandi, tek áskorun þinni. Spáin verður komin á Kviku á morgun :o )

Torfi Stefánsson @ 22/2/2008 13.41

Mér skilst að Juno sé styrkt af hægri öflunum í USA, þeim sem berjast af alefni gegn fóstureyðingum.
Myndin fjallar ekki satt um unga skólastúlku sem verður ólétt en ákveður að ganga með barnið og fæða það – og gefa það síðan frá sér (sum sé hin dæmigerði áróður hægri-kristinna í USA og víðar: ekki drepa fóstrið heldur leyfa því að lifa og alast upp hjá góðri, barnlausri millistéttarfjölskyldu sem getur gefið því gott líf).
Ef þessi mynd vinnur einhverja Óskara þá er hægt að lesa ýmislegt út úr því að mínu mati. Það gæti jafnvel verið spá um úrslit forsetakosninganna þar vestra nú í nóvember. Enginn Óskar og Obama vinnur – sópar til sín Óskurum og Mc-Cain vinnur yfirburðasigur.

Þorkell @ 22/2/2008 19.37

Ég held reyndar að Juno sé það góð að hún höfði bæði til hægri- og vinstri sinna.

Torfi Stefánsson @ 22/2/2008 21.10

Ég hef ekki séð hana en af söguþræðinum að dæma er hún mjög ákveðið innlegg í deilurnar í Bandaríkjunum um fóstureyðingar – og þannig hreinn hægri áróður í því máli.
Það er önnur mynd sem hefur fengið mikla umfjöllun (Óli Torfa mælti mjög með henni og plataði mig illu heili á myndina) en sem betur fær ekki tilnefningu, en það er Charlie Wilsons War.

Þú vilt að Philip Seymour Hoffman fái Óskarinn fyrir leik sinn í þeirri mynd en því er ég innilega ósammála. Bæði er myndin afspyrnuléleg – hreinræktaður áróður fyrir CIA og (”hetjulegan”) þátt þeirra í að hrekja Sovétmenn út úr Afganistan – og leikur Hoffmanns aðeins örlítil ljósskima í þeirri kolsvörtu mynd. Ef hann fær Óskarinn fyrir leik sinn í henni þá er Kaninn ennþá vitlausari en ég hef haldið í mínum öfgafyllsta kanahatri.

En ég bíð auðvitað spennur. Ef Juno og Hoffmann fá Óskar þá vinna rebúlikanar kosningarnar í haust.

Örvar @ 23/2/2008 03.47

[Hollywood.com]: Does it make you worry that people might say that this is an anti-abortion movie?
[Diablo Cody]: That does worry me in fact. People are entitled to love the movie for whatever reason they want to love it. I just want it to be loved. I’m pro-choice so for people perceive the movie as right wing propaganda would be a little weird.
Hollywood.com: Unlikely Former Stripper-Blogger Goes Big Time: Diablo Cody Pens ‘Juno’

Sigga @ 23/2/2008 15.54

Ég held þú ættir að sjá Juno áður en þú dæmir Torfi! Hún virkar alls ekki svona á mig. Frábær mynd á mörgum ólíkum sviðum – það væri alveg eins hægt að segja að verið væri að reka áróður fyrir fóstureyðingum í 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar. Hins vegar finnst mér þetta vera 2 af bestu myndum síðasta árs vegna þess að þetta eru vel sagðar sögur og vel gerðar myndir að öllu leyti. Hefur ekkert með áróður að gera í hvorugri myndinni. Þetta með að hægri öflin hafi framleitt Juno las ég að væri kjaftasaga – vistaði því miður ekki slóðina en þar voru talin upp fyrirtæki sem studdu myndina og eru rekin af vinstri sinnum – fjármagnið kom víða að eins og oftast þegar um litlar indí myndir er að ræða.

Torfi Stefánsson @ 23/2/2008 19.45

Ég dæmi ekkert og engan Sigga mín! Ég tók jú fram að ég hef ekki séð myndina. Söguþráðurinn bendir hins vegar til all alvarlegrar hægri slagsíðu.
Ég skil hins vegar ekki af hverju þessi skrif mín fá þig til að reagera. Ég hef skrifað margt og misjafnt hér á annál en þú aldrei séð ástæðu til að gera athugasemd fyrr en nú. Kannski ertu sjálf með svona lítinn hægri hnút í maganum rétt eins og bróðir þinn (og eiginmaðurinn einnig?) og er þess vegna viðkvæm fyrir þessum skrifum?

Hvað finnst þér annars um Charlie Wilsons War? Finnst þér hún ekki ómerkilegur og klisjukenndur áróður fyrir útþennslustefnu Bandaríkjanna, mynd um hrjúfu fyllibyttuna og hórkarlinn sem innst inni má ekkert vont sjá og tekur því til sinna ráða gegn framferði vondu rússakommanna gagnvart Afgönum (og gleyma svo auðvitað hvernig þeir sjálfir haga sér í sama landi í dag)?

Sigga @ 23/2/2008 22.24

Sjálf er ég vinstri sinnuð í meira lagi og þekkt fyrir það. Veit ekki betur en því sé svipað farið með bróður minn og eiginmann. Þekkir þú þá? Veit ekki til þess. Ég þekki þig ekki og hef trúlega ekki reagerað áður þar sem það sem þú hefur haft að segja hefur ekki snert mín áhugasvið eða ég hef ekki nennt því. Og jú, þú dæmdir miðað við söguþráð án þess að sjá myndina. Það var það sem ég gerði athugasemd við. Ég er ekki hrifin af Charlie Wilsons War en finnst Hoffman frábær leikari!

Þorkell @ 23/2/2008 22.29

Ef Charlie Wilsons War er svona mikill hægriáróður hvers vegna er þá Bandaríkjamönnum kennt um hvernig fór í lokin, þegar þeir vildu ekki leggja smá aur í að byggja upp landið að hernaðinum loknum? Jú vissulega fjallar myndin um hægrisinnað fólk, enda byggð á sönnum atburðum en boðskapurinn sem ég greindi var að Bandaríkin gæti sjálfum sér um kennt um hvernig fór í Afganistan og virðist ætla að fara að gera nákvæmlega sömu mistök í Írak.

Torfi Stefánsson @ 24/2/2008 11.01

Sigga! Ég rugla þér eflaust saman við alnöfnu þína, prestsfrúna og skákmeistaradótturuna. Gott að heyra að þú sért vinstri sinnuð í meira lagi en að sjá ekki í gegnum svona áróðursmynd eins og Juno finnst mér nú hálf slappt!
Þorkell! Jú jú, það fannst smá sjálfsgagnrýni þar í lokið í Stríði CW, en myndin sem slík var einn afspyrnu hallærislegur áróður fyrir hve hægri menn eru góður, megi ekkert vont sjá, og afskipti þeirra að innanríkismálum annarra ríkja sé fyrst oig fremst af mannúðarástæðum.
Meira að segja Ólafur Torfason féll fyrir þessum áróðri og taldi myndina vera gagnrýni á afskiptum Kanans af málefnum Afganistan! Hér er mjög flottur ritdómur, sem tjáir nákvæmlega mína skoðun. Hún byrjar svona: “Blott Philip Seymor Hoffman förmår rädda Charlie Wilson´s War från banalitetens träsk.” Sjá http://sydsvenskan.se/nojen/filmrecensioner/article297791.ece

Annars er ég í Noregi núna og sá aðra banala mynd fyrir skömmum: Kautokaino Uppröret!
Það vildi svo til að ég hafði lesið hollenska doktorsritgerð um Kautokaino uppreisnina (1852) oh þekkti því bakgrunninn þokkalega.
Þessi mynd er hins vegar hrein sögufölsun og einhver furðuleg rómantísering og þjóðernisering af Sömunum. Ætti við megum ekki búast við því í framhaldinu að Finnmörk lýsi yfir sjálfstæði sínu rétt eins og Kosovo hefur gert?

Torfi Stefánsson @ 24/2/2008 11.02

Fyrirgefðu Sigga! Systir átti þetta að vera, ekki dóttir!

Þorkell @ 25/2/2008 05.12

Sem betur ferð lagði ég ekkert undir í spá minni. Ég hafði 15x rangt fyrir mér og aðeins 5x rétt. Sem sagt, aðeins rétt í fjórða hvert skipti.

Þorkell @ 25/2/2008 05.22

Sigga er mun betri en ég. Hún var með 8 rétt og 8 röng. Sem sagt, annað hvert svar rétt. Til hamingju með þennan glæsta árangur Sigga!

Sigga @ 25/2/2008 09.40

Takk :) en það er nú svolítið fyndið líka ef þú lest hvað er á bak við spána hjá mér að ef ég hefði treyst því að akademían væri líkari mér í hugsunarhætti hefði ég haft mun fleiri rétt. T.d. lagið og Juno handritið. Mér fannst sérstaklega gaman að sjá öll atriðin úr gömlum verðlaunaafhendingum.

Þorkell @ 25/2/2008 18.26

Já, það sama á við um mig. Ég hefði fengið þrjú stig að auki ef ég hefði treyst betur á dómgreind akademíunar, en samt hefði ég ekki náð 50% réttu (eins og þú ert með). Ég skora hér með á þig í aðra keppni að ári liðnu! :)

Ég er svektur yfir því að Atonement hafi ekki fengið verðlaunin. Mér fannst hún gjörsamlega dásamleg. Hvílík ljóðræn fegurð! No Country er fín en alls ekki besta myndin af þeim fimm.

Sigga @ 25/2/2008 23.51

Já, þetta er gaman. Næst treystum við akademíunni betur til að vera jafn listræn og skynsöm og við *hehe* Tek áskorunninni að sjálfsögðu! :o ) Ég er líka mjög heilluð af Atonement.

Sveinbjörn Þ @ 1/3/2008 18.02

No Country for Old Men, er þessi dapurleiki og illska þess virði að verðlauna sem bestu mynd ársins?
Ég bara spyr.

Þorkell @ 3/3/2008 17.14

Mér fannst No Country góð en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér Atonement og There Will Be Blood betri.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli