þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Óskarinn – Mitt mat og mín spá · Heim · 12 bestu myndir ársins 2007 »

15 ára brúðkaupsafmæli

Þorkell @ 19.51 21/2/08

Við Lindita eigum 15 ára brúðkaupsafmæli í dag og í tilefni dagsins ákváðu Mirjam og vinkona hennar Nadine að opna rómantískan veitingastað heima í eldhúsinu (á meðan ég svaf og Lindita var í vinnunni). Staðurinn heitir:

 

 Þær höfðu hannað matseðil og skroppið út í búð til að kaupa hráefnið. Matseðillinn var í tvíriti og leit svona út:

 

Og hér er svo veitingarstaðurinn Draumaheimurinn sjálfur:

Stelpurnar voru þjónar (eins og sést betur á myndinni fyrir neðan) og stóðu sig frábærlega í því hlutverki:

Hér er svo draumakaka staðarins (þær höfðu sett hana í frystinn svo það gekk frekar erfiðlega að skera hana):

 

Og konfektið:

Er hægt að biðja um betri brúðkaupsveislu?

url: http://thorkell.annall.is/2008-02-21/15-ara-brudkaupsafmaeli/

Athugasemdir

Fjöldi 9, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 21/2/2008 19.53

Engan veginn :)

Til hamingju með daginn og árin fimmtán!

Bjarni Randver Sigurvinsson @ 21/2/2008 19.55

Til hamingju með þetta félagi!

Eva @ 21/2/2008 19.55

Æðislegar stelpur. Til lukku með brúðkaupsafmælið það er orðið mjög sérstakt að fólk tolli í hjónabandi svona lengi.

Gunnlaugur @ 21/2/2008 20.22

Bestu hamingjuóskir. Þess eru raunar dæmi að menn hafa “tollað” helmingi lengur en það breytir því ekki að þetta er tilefni hamingjuóska. Sannarlega glæsileg brúðkaupsveisla sem ykkur hefur verið búin af hugmyndaríkum og vel gerðum stelpum.

Pétur Björgvin @ 21/2/2008 20.58

Til lukku með daginn og gleðióskir fyrir næstu fimmtán …

Badí @ 22/2/2008 08.15

En sætt af þeim! Til hamingju með brúðkaupsafmælið bæði tvö :)

Sigga @ 22/2/2008 10.16

Þetta er alveg yndislegt! Sætari veislu hef ég ekki séð. Innilega til hamingju!

Gunný R. @ 23/2/2008 14.11

Æ en krúttlegt! :) Til hamingju! *knús*

Salmann Tamimi @ 9/6/2008 10.28

Tilhamingju með daginn. Flottar myndir en það er ekkert nema von, flott og ótt fólk


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli