þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Af hverju spurningin “Hvað viltu í afmælisgjöf?” er móðgangi · Heim · Kominn til baka, á leðinni til baka og þingréttur Osló »

Tákn fyrir hvað?

Þorkell @ 20.27 20/4/08

Werner Herzog sagði einhvern tíman: “The moment I saw the dancing chicken I knew it would be a great metaphor – for what I don’t know.” Ég er í svipaðri stöðu. Ég fékk hugmynd sem gæti þróast út í sögu. Mér finnst hugmyndin áhugaverð en ég átta mig ekki á merkingu hennar.

Ég sem oft sögu í kollinum en læt sjaldan verða að því að skrá þær niður. Stundum er það bara beinagrind, sundum jafnvel bara vísir að sögu, eins og á við í þessu tilviki. Oftar en ekki gleymi ég þessum hugmyndum fljótt en þessi hefur sótt fast að mér.

Mér datt í hug að skrifa sögu um mann sem safnar öllum úrgangi sem hann skilar af sér. Hann á risastóra (kælda) vörugeymslu þar sem hann geymir allan saur og allt þvag sem hann hefur skilað af sér, allar afklippur af nöglum (flokkað eftir tá og fingranöglum), öll hár sem hann hefur klippt eða misst, allar tennur sem hafa losnað, hor, hrákur, eyrnamerg, blóð, sæði og ælur og öll tár sem hann hefur fellt. Hann er meira að segja með botnlangann sem var fjarlægður þegar hann var strákur. Allt er þetta pakkað inn í lofttæmdar umbúðir og dagsett.

Ég er ekki alveg viss um hvernig ég þróa söguna um þennan mann. Held ég þurfi fyrst að átta mig á táknmálinu og hvers vegna maðurinn stendur í þessu. Svo ég spyr, hvað gæti þetta allt táknað?

url: http://thorkell.annall.is/2008-04-20/takn-fyrir-hvad/

Athugasemdir

Fjöldi 17, nýjasta neðst

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 21/4/2008 10.35

Ótti við forgengileikann? Minnismerki? Einstök arfleifð handa afkomendum sínum, þ.e.a.s. ef hann týmir að láta frá sér smá sæði til getnaðarins? Að ekkert megi tapast fyrir upprisuna?

Hugrún @ 21/4/2008 10.36

Aðskilnaðarkvíði kannski. Allavega þjáist maðurinn af einhverri röskun, finnst efnið líklegt til að taka Freudíska stefnu.

Hugrún @ 21/4/2008 10.39

Athyglisvert blogg hérna: http://www.abovetheorangetrees.com/journal/archives/000203.html

Þorkell @ 21/4/2008 14.35

Takk fyrir tillögurnar Ólöf og Hugrún. Linkurinn var einnig frábær Hugrún. Þar talar hann um aðskilnaðarkvíða eins og þú Hugrún. :-)

Árni Svanur @ 21/4/2008 22.38

Þetta er eiginlega bæði áhugavert og dulútíð spúkí. Af einhverjum sökum fer ég að hugsa um Greenaway þegar ég les þetta.

Það fyrsta sem ég velti annars fyrir mér við lesturinn var: Hverjar eru innri hvatir hans, hver er „mótivasjónin“, hvers vegna er bara þessu safnað, …

Þorkell @ 21/4/2008 22.41

Skondið að þú skilir nefna Greenaway því ég var einmitt að hugsa um það í gær að þetta væri í hans anda.

Árni Svanur @ 21/4/2008 22.42

Hann situr í mér eftir erindið skemmtilega á RIFF síðasta haust :)

Lefú @ 22/4/2008 18.38

Það liggur alveg ljóst fyrir hvað þér ber að gera. Þér er ætlað að skrifa sögu sem sameinar karaktereinkenni Dieter Roth og Þórbergs Þórðarsonar. Sá fyrrnefndi sankaði að sér alls kyns drasli og varðveitt eigin vessa í flöskum. Hinn síðarnefndi hélt nákvæma dagbók (til að koma í veg fyrir að lífshlaupið gengi honum úr greipum), skrifaði frábærlega smásmugulegar bækur um sjálfan sig og mældi allt sem mælanlegt var. Þér er hollast að koma þér að verki sem fyrst enda ekki eftir neinu að bíða. Ég hlakka til að lesa bókina – gangi þér vel!

Ólöf I. Davíðsdóttir @ 23/4/2008 10.59

Ég get ekki enn orða bundir yfir færslu Jeff Pitcher, þessa sem safnar naglaafklippum, sem Hugrún benti á. Hann toppar sjálfan sig með því að biðja allar vinkonur sínar um að þefa upp úr krukkunni með naglaræmunum. Enn merkilegra finnst mér að flestar urðu þær við ósk hans. Það er fátt sem veldur mér klígju en þetta sé ég ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum sem senu í sálfræðitrylli því tilhugsunin ein slær mig út.

Eva @ 23/4/2008 12.56

Dansandi kjúklingurinn er augljóslega tákn fyrir ríkisstórn Íslands, gæti ekki verið skýrara.

Úrgangssafnarinn er svo augljóst tákn að ég botna hreinlega ekki í því hvernig það getur vafist fyrir þér. Úrgangssafnarinn rígheldur í allan skít fortíðarinnar og geymir hann til þess að velta sér upp úr og/eða nudda öðrum upp úr við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Botnlanginn er auðvitað ruslafata líkamans.

Ég sé fyrir mér fjölskylduboð þar sem gaurinn dregur botnlangann fram eða stefnumót þar sem hann tekur með sér skítapoka og færir dömunni.

Þú þarft kannski að skerpa á merkingu hvers tákns því sum þeirra eru ekki þekkt meðal almennings. Neglur tákna t.d. metnað og gróðatækifæri (hann geymir minningar um öll tækifærin sem hann sóaði)og tennur tákna ástvini.

Þorkell @ 23/4/2008 12.59

Þetta er algjör snilld hjá þér Eva! :)

Svanur @ 24/4/2008 00.39

Til var maður í USA (hvar annars staðar) sem fór ansi nálægt að vera söguhetju þinni líkur. Howard hét hann Huge.

Svanur @ 24/4/2008 00.44

Meira að segja búið að gera bíó um kauða.

Sveinbjörn Þ @ 25/4/2008 17.43

Ég er sammála snillingnum Evu, fyrir mér er maðurinn einnig illa haldinn af sjálfsupphafningu og hann mun alls ekki vilja sameinast jörðinni eftir dauða sinn, hann er á egó trippi og mun líklega láta innsigla líkið og geima djúpt í hyldýpi eigin skíts.

Bergsveinn @ 30/4/2008 20.58

Skemmtileg pæling Keli. Ég var að klára skáldsögu eftir Carl Frode Tiller á dögunum (innsirkling) og einn unglingspiltur þar gerir einmitt þetta, að kúk undanskildum. Foreldrar hans bregðast illa við, og túlka þetta sem dauðadekur, sem vissulega hrjáði unglinginn, sem síðan missir minnið, og biður fólk að skrifa sér hver hann sé. Myndi halda að þetta sé einskonar konkretísering á þeirri staðreynd að við erum alltaf af deyja, og líkaminn sem við erum í dag er annar eftir nokkur ár. Minnir mig á að ég fer alltaf að hugsa um líkkistu úr rekaviði á ströndum þegar ég er langt niðri. En semsé, desperat tilraun til að öðlast hlutdeild í eilíbbðinni, myndi ég segja, sem var hvöt allra listamanna að mati Platóns.
Skrifaðu nú söguna takk!

Einar S. G. @ 9/5/2008 00.35

Þessi einkennilegi maður gæti kannski verið að mæla allt það áþreifanlega sem af honum gengur. Þegar upp er staðið getur hann sagt sem svo að í kældum kjallara hans sé að finna efnislega arfleið hans til heimsins.

Þannig gæti þetta undarlega uppátæki mannsins verið grundvöllur fyrir rannsóknum á því hversu miklu mannslíkaminn skilar af sér af áðurgreindum „afurðum“ á meðaltalsgrundvelli.

Einnig væri hægt að láta þennan karakter vigta allt sem hann setur inn fyrir sínar varir og þá væri hægt að bera saman þyngdina á því við það sem hann skilar af sér.

Það væri fróðlegt að vita hvað það er mikið sem líkaminn raunverulega heldur eftir til uppbyggingar og viðhalds af því sem við innbyrðum á heilli mannsævi. Kannski er það ekki eins mikið og menn halda.

Eyja @ 24/8/2008 10.39

Sammmála Evu
Mér datt þetta strax í hug. Einhver sem geimir úrganginn frá sjálfum sér af því honum finnst það svo merkilegt að hann verður að geima til þess að sýna sífellt sjálfum sér og öðrum. Vonbrygðin hljóta að verða mikil þegar persónan kemst að því að ALLIR hafa “gengið í gegnum” það að láta frá sér úrgang að þetta þykir ekkert merkilegt og jafnvel frekar óviðeigandi og óþroskað að geyma úrganginn frá sjálfum sér. Hvað gerir persónan Þín þegar hún kemst að þessu?? Fullt af svona fólki til í kringum okkur.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli