þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Kominn til baka, á leðinni til baka og þingréttur Osló · Heim · Er húmor persónubundnari en spenna eða drama? »

Augnæfingar

Þorkell @ 01.10 19/9/08

Ég var að komast að því að ég þarf sérstök lesgleraugu en áður en augnlæknirinn reyndi að pranga upp á mig gleraugum sagði hann: “Fyrst vil ég að þú gerir nokkrar augnæfingar í fjóra mánuði. Það má vera að þetta lagist við það.” Ástæðan er ekki bara sú að það myndi spara mér pening og bæta augnheilsu mína heldur einnig sú að lesgleraugu myndu bara gera sjónina verri með tímanum. Mér fannst þetta merkilegar fréttir og fór að kynna mér málið.

Og viti menn. Það eru mörg dæmi þess að fólk sem sá illa fékk fullkomna sjón við það eitt að æfa augun. Hvernig stendur á því að manni var ekki sagt frá þessu fyrr? Ég heyrði aldrei um augnæfingar þegar ég fékk fyrst gleraugu? Væri ekki eðlilegast að skipa fólki að þjálfa augun áður en það fær gleraugu? Með því að afhenda fólki gleraugu án æfinga er í raun verið að viðhalda vandanum (og jafnvel auka á hann) í stað þess að uppræta hann. Reyndar er mælt með því að allir geri augnæfingar í fimm mín. 1-2 sinnum á dag.

Og hvernig æfir maður svo augun? Hér eru tvær fínar leiðbeiningar (1og 2). Ég mæli einnig með þessum myndum hér sem og þrívíddarmyndunum frá Magic Eye.

url: http://thorkell.annall.is/2008-09-19/augnaefingar/


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli