þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Er húmor persónubundnari en spenna eða drama? · Heim · Vandinn við ævisögulega kvikmyndir sem listform »

“Djúpar” hugrenningar um Kvk & kk klósett

Þorkell @ 16.35 9/1/09

Þegar ég fór á Leonard Cohen tónleika í Osló var góð blanda af konum og körlum inn á karlaklósettinu. Ástæðan svar sú að það var svo löng biðröð inn á kvennaklósettið að margar konurnar ákváðu að skella sér á karlaklósettið í staðin. Þetta vakti margar spurningar hjá mér:

1) Hvað hefði gerst ef við karlmenn hefðum gert það sama? Í raun er stærri ástæða fyrir því að konur fari ekki inn á karlaklósett en öfugt vegna þess að karlmenn eru frekar óhultir þegar þeir míga í hlandskálarnar.

2) Hvers vegna erum við með kynjaskipt klósett? Væri ekki gáfulegra að hafa bara sér herbergi með hlandskálar og svo “básaklósett” fyrir bæði kynin í öðru herbergi? Ég á alveg sérstaklega erfitt með að skilja þessa kynjaskiptingu þar sem um er að ræða tvenn klósett og bæði eru með sér inngangi (eins og gerist á litlum veitingahúsum).

3) Á hvaða klósett á ég að fara þegar minnsta dóttir mín þarf að pissa og þarf aðstoðar við? Mér finnst eðlilegast að fara inn á kvennaklósettið enda ólíklegt að maður finni konur mígandi í allra augsýn þar. Hins vegar hef ég lent í því að vera meinaður inngangur inn á kvennaklósettið með yngstu dóttur mína vegna þess að ég er kk. Er til einhver almenn regla við slíkar aðstæður?

url: http://thorkell.annall.is/2009-01-09/djupar-hugrenningar-um-kvk-kk-klosett/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Valdimar @ 9/1/2009 16.50

Fór og gúglaði málið: http://en.wikipedia.org/wiki/Sex_segregation
Fer alltaf með litlu stelpuna mína “mín” megin. Er þetta ekki spurning um aldur og kynþroska að einhverju leiti.

Sveinbjörn Þ @ 9/1/2009 17.10

Líklega einnig verið að vernda “veika kynið” – nauðganir, káf, gláp. Það tilheyrir gömlum rótgrónum (feðraveldis?) siðum að vernda konur! Á kallaklósettum er körlum stundum nauðgað af öðrum köllum, það er nú það. Við erum líka eittvað svo berskjölduð á snyrtingunni.

Þorkell @ 9/1/2009 17.16

Þetta er líklega rétt hjá ykkur báðum. Varðandi verndun veikara kynsins þá held ég að ef maður ætli að nauðga konu þá stoppi aðskild salerni hann ekki. Það er ekkert auðveldara en að fara inn á einn bás og bíða eftir að eitt fórnarlamb er eftir. Í raun mætti segja að það væri meira öryggi í blönduðu salerni því það væru meiri líkur á að aðrir komi inn sem gætu komið til hjálpar.

Örvar @ 9/1/2009 21.58

Einhversstaðar, á einhverjum veitingastað í Svíþjóð minnir mig, þá uppgötvaði ég það að kk. og kvk. dyrnar sem stóðu hlið við hlið voru að eina og sama herberginu. Þar inni voru alveg lokaðir básar og svo vaskaröð.

petur þormar @ 14/1/2009 03.37

SÆLL KELI PÉTUR ÞORMAR HÉRNA VONT AÐ MISSA ÞIG OG ÞÍNA FJÖLSYLDU ÚR LANDI ÞVÍ ÞÚ VARST SVO STÓR HLUTI AF MENNINGUNNI HÉRNA JÁ KVIKMYNDAMENNINGU NÚ EFTIR AÐ ÞÚ FÓRST ER REYKJAVÍK BARA KALDUR HEIMSKAUTABÆR OG BLANKUR I ÞOKKABÓT –SPURNING ERTU BÚINN AÐ SJÁ MYNDIRNAR 1.EASTERN PROMISIS 2.THERE WILL BE BLOD 3.NO COUNTRY FOR OLD MEN.P.S. ÉG VAR AÐ SJÁ Á GÖMLU BLOGGI AÐ ÞÚ VITNAÐIR Í MIG MEÐ ORÐATILTÆKIÐ.THE “SECRET TO LIVING IS GIVING” ÉG ER NÚNA Í KVIKMYNDAKLÚBBI SEM 27. ÁRA GAMALL STRÁKUR ER FORMAÐUR Í ANTON MÁNI EN HANN ER EKKERT MINNA EN KVIKMYNDALEIKSTJÓRI FASTEIGNASALI OG STUÐNINGSFULLTRUI Í LITLU HLUTFALLI EN ÉG ER STARFANDI MEÐ HONUM SEM NÆTURVÖRÐUR Í FÖTLUNARGEIRANUM EN SÁ GEIRI BORGAR´MÉR TALVERT MEIRA EN STRÆTÓ. ÞETTA ER MJÖG SVO VEL HEPPNAÐUR STRÁKUR OG SKÍRIR OG SKILGREINIR MYNDIRNAR Á SAMA FRÁBÆRA HÁTTIN OG ÞÚ Þ.E. SÉR TÁKNRÆN SMÁATRIÐI Á LITRÍKAN OG FAGLEGAN HÁTT .VONA BARA AÐ HVERSDAGSLEIKINN EIGI EFTIR AÐ KOMA OKKUR BRÁÐUM SAMAN OG GAMAN ÞÆTTI MÉR AÐ BJÓÐA ANTON MÁNA, ÞORSTEIN BERGHREINS, OG ÞÉR SAMAN Í KAFFI ÞEGAR ÞÚ HEIMSÆKIR (REYKJAVÍK) EINHVERTÍMAN ÞEGAR ÞAÐ PASSAR-P.S. 1.SVONA TIL VIÐBÓTAR OG Í LOKINN VIL BÆTA AÐ ÖNNUR UPPÁHALDS ORÐATILTÆKI MÍN ERU 1.WHAT YOU FOCUS ON GROWS. OG 2.SANNLEIKUR ER SÁ AÐ SANNLEIKURINN Á VISSU STIGI ER OFT VERRI EN LYGI P.S.S HEIMSÓTTI RAGNAR ÁGÚST FYRIR 2 ÁRUM TIL SORO DANMÖRKU OG SKRIFAÐI GREIN UM ÞAU HJÓNIN OG EKKI SÍST BÆJARFÉLAGIÐ ÞEIRRA SORO SEM ER TALSVERT SÖGULEGUR DANSKUR BÆR SEM TENGIST ÍSLANDI Á FLEIRI EN ATHYGLISVERÐAN HÁTT KVEÐJA .PÉTUR ÞORMAR ÞORMAR

Þorkell @ 14/1/2009 05.23

Gaman að heyra frá þér Pétur! Já ég hef séð þessar myndir sem þú nefnir í póstinum. Allar góðar. Ég er ekki á leið til landsins á næstunni en mun láta heyra í mér þegar ég verð á ferð.

Kv
Þorkell

Eva @ 4/2/2009 00.05

Þú átt væntanlega við að karlar séu berskjaldaðir við hlandskálina en ekki óhultir.

Ég hef einmitt oft velt þessu fyrir mér með kynjaskiptingu á almenningssalernum og rætt þetta við marga. Almennt hefur mér virst afstaða kvenna vera sú að þar sem karlar séu meiri sóðar, væri ósanngjarnt að konur þurfi að deila með þeim klósetti. Konur setjast yfirleitt á klósettið og finna lítinn fögnuð í hjarta sér yfir því að setjast ofan á annarra manna þvagslettur. Ég spyr aftur á móti hvers snyrtilegir karlar þá eigi að gjalda. Ég hef t.d. aldrei búið með karlmanni sem skilur eftir sig hlandtauma og gæti best trúað að minnihlutinn geri það.

Ég efast um að hættan á kynbundnu ofbeldi sé hvatinn að þessari skiptingu. Er helst á því að þetta sé bara ein af þessum bjánalegu hefðum sem fáir hafa rænu á að gagnrýna.


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli