þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Vandinn við ævisögulega kvikmyndir sem listform · Heim · Hvernig var svo kvikmyndaárið 2008? »

Óskars-leikurinn

Þorkell @ 17.34 18/2/09

Í fyrra fórum við Sigríður Pétursdóttir í smá leik. Hann gekk út á það að giska á niðurstöður Óskarsverðlaunanna. Sá sem fær flest stig vinnur. Ég hef ákveðið að endurtaka þann leik og býð um leið öðrum að taka þátt. Svarið bara hér að neðan eða á eigin bloggi (og vísið í það hér hjá mér).

 

Reglurnar eru þessar. Þið spáið fyrir um hver mun vinna og hver mun ekki vinna. Ef þið spáið rétt um þá mynd/leikara… sem mun vinna þá fáið þið eitt stig. Ef myndin/leikarinn… sem þið sögðuð að myndi ekki vinna vinnur þá fáið þið mínus stig. Ef þið spáðuð ekki rétt til um sigurvegara en rétt um myndina sem ekki vann þá fæst ekkert stig. Það er sem sagt hægt að fá 1, 0 eða -1 stig úr hverjum flokki. Það er einnig hægt að tjá sig um hver ætti að vinna (ekki skylda að fylla það út) og það fæst ekkert stig fyrir að vera sammála óskarnum. Og já, þið verðið að kjósa áður en hátíðin byrjar (22 feb).

 

Hér er sem sagt mín spá (aldrei þessu vant hef ég séð nánast allt sem er tilnefnt). Ég mun kannski bæta smá athugasemdum við hvern flokk síðar meir (eða skrifa sér færslur) en vildi bara koma þessu út sem fyrst. Látið leikana hefjast:

 

Best Motion Picture of the Year
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Slumdog Millionaire (2008)
The Reader (2008)
Frost/Nixon (2008)
Milk (2008)    

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire
Mun ekki vinna:
The Reader
Ætti að vinna: The Curious Case of Benjamin Button er besta myndin hér. Þetta eru allt fínar myndir en persónulega hefði ég ekki haft hann öðruvísi. Fyrstu tvær myndirnar eiga svo sannarlega heima þarna en mér finnst In Bruges, Doubt og Happy-Go-Lucky betri en hinar þrjár.

 

Best Performance by an Actor in a Leading Role
Richard Jenkins for The Visitor (2007)
Frank Langella for Frost/Nixon (2008)
Sean Penn for Milk (2008)
Brad Pitt for The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Mickey Rourke for The Wrestler (2008)

 

Mun vinna: Mickey Rourke
Mun ekki vinna: Brad Pitt
Ætti að vinna: Richard Jenkins. Því nú ver og miður var The Visitor ekki nógu vinsæl og leikur Richard Jenkins of fágaður til að vekja nógu mikla athygli. Þetta eru allt mjög fínir leikarar. Reyndar finnst mér Brad Pitt ekki vera að sýna nein snilldarþrif hér. Hann er fínn en hefur verið betri. Ég spái því að Mickey Rourke vinni vegna þess að óskarinn elskar öskubuskusögur og leiksigur hans er svo sannarlega slík saga, enda var hann nánast búinn að rústa leikferli sínum fyrir nokkrum árum. Sean Penn gæti einnig mögulega unnið og ætti það svo sem skilið. Ég er hins vegar stein hissa yfir að Leonardo DiCaprio var ekki tilnefndur fyrir Revolutionary Road. Ég hef ekki verið aðdáandi hans hingað til en hann var hreint frábær í þeirri mynd og mun betri en Kate Winslet, að mínu mati.

 

Best Performance by an Actress in a Leading Role
Anne Hathaway for Rachel Getting Married (2008)
Angelina Jolie for Changeling (2008)
Melissa Leo for Frozen River (2008)
Meryl Streep for Doubt (2008)
Kate Winslet for The Reader (2008)

 

Mun vinna: Kate Winslet
Mun ekki vinna: Melissa Leo
Ætti að vinna: Kate Winslet, enda alveg frábær í hlutverki sínu og löngu kominn tími á að hún fái verðlaun. Þetta er í raun oftast áhugaverðasti flokkurinn því myndirnar sem tilnefndar eru í þessum flokki eru oft “sjálfstæðar” jaðarmyndir sem taka á áhugaverðum félagslegum vandamálum. Rachel Getting Married er fín mynd um eiturlyfjaneyslu og Frozen River er áhugavert drama um menningarátök og lífsbaráttu. Báðar leikkonurnar eru einnig alveg frábærar í hlutverkum sínum. Doubt er þó besta myndin í þessum flokki og Meryl Streep er mögnuð í myndinni. Ég hef aldrei verið hrifinn af Angelina Jolie en hún er samt fín í Changeling.

 

Best Performance by an Actor in a Supporting Role
Josh Brolin for Milk (2008)
Robert Downey Jr. for Tropic Thunder (2008)
Philip Seymour Hoffman for Doubt (2008)
Heath Ledger for The Dark Knight (2008)
Michael Shannon for Revolutionary Road (2008)

 

Mun vinna: Heath Ledger
Mun ekki vinna: Robert Downey Jr.
Ætti að vinna: Heath Ledger. Hann nær að draga fram einhverja dulda truflun innra með sér í hlutverki Jókersins og er í raun það sem heldur myndinni uppi. Robert Downey Jr. var reyndar fínn en á ekki möguleika þar sem hann var í gamanhlutverki. Slíkt er sjaldan líklegt til sigurs. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Philip Seymour Hoffman og finnst hann standa sig vel í Doubt en ég hef samt séð hann betri. Kannski gerir maður bara of miklar kröfur til hans. Hinir tveir eru fínir en ekki mikið meira en það.

 

Best Performance by an Actress in a Supporting Role
Amy Adams for Doubt (2008)
Penélope Cruz for Vicky Cristina Barcelona (2008)
Viola Davis for Doubt (2008)
Taraji P. Henson for The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Marisa Tomei for The Wrestler (2008)

 

Mun vinna: Viola Davis
Mun ekki vinna: Taraji P. Henson
Ætti að vinna: Mér fannst
Amy Adams bera af. Ég hef sjaldan upplifað jafn mikinn tærleika og einlægni eins og í leik hennar. Henni tekst einnig alveg svakalega vel að tjá innri vanlíðan þegar á liður. Ástæðan fyrir því að ég spái Viola Davis sigrinum er sú að Óskarinn elskar mikla tilfinningalega tilburði og það skortir ekki á slíkt hjá henni. Ég skil reyndar ekkert í því hvers vegna Penélope Cruz hefur fengið svona mikla athygli fyrir leik sinn í Vicky Cristina Barcelona. Hún er svo sem ágæt í henni en mér finnst hún ekki vera að sýna neinn stórleik. Það sama á við um Taraji P. Henson. Marisa Tomei er hins vegar alveg frábær í The Wrestler.

 

Best Achievement in Directing
Danny Boyle for Slumdog Millionaire (2008)
Stephen Daldry for The Reader (2008)
David Fincher for The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Ron Howard for Frost/Nixon (2008)
Gus Van Sant for Milk (2008)

 

Mun vinna: Danny Boyle
Mun ekki vinna: Stephen Daldry
Ætti að vinna: David Fincher ber af að mínu mati. Leikstjórn hans er fáguð og smekkleg. Danny Boyle vann einnig stórvirki með Slumdog Millionaire enda fellst snilld þeirrar myndar fyrst og fremst í frásagnarsnilld og flottum tæknilegum útfærslum. Ég hef aldrei skilið dálæti manna á Gus Van Sant og ekki finnst mér hann sýna neina stórtakta hér. Milk er frekar hefðbundin á flestum sviðum og gjörsamlega ófrumleg í ævisögulegri nálgun sinni. Stephen Daldry á ekki von á að vinna vegna þess að það er of mikil nekt í The Reader og slíkt fer frekar illa fyrir brjóst kananna. Þá finnst mér myndin detta nokkuð niður eftir að ástarsambandi líkur. Ron Howard er alltaf jafn varkár og hefðbundinn og á því ekki verðlaun skilið fyrir Frost/Nixon.

 

Best Writing, Screenplay Written Directly for the Screen
Frozen River (2008)
Happy-Go-Lucky (2008)
In Bruges (2008)
Milk (2008)
WALL·E (2008)

 

Mun vinna: In Bruges
Mun ekki vinna: Milk
Ætti að vinna: In Bruges
 ætti að vinna þetta enda handritið ekki bara jafn vel út hugsað og kjarnorkuformúla heldur einnig frumlegt og bráðskemmtilegt. Þessi flokkur á það sameiginlegt með “aðalleikkonunum” að vera með þeim áhugaverðustu. Hingað rata oft myndir sem hafa fengið allt of litla athygli og eru oft frumlegri og ferskari en flest annað á hátíðinni. Þetta á ekki bara við um In Bruges, heldur einnig Happy-Go-Lucky og WALL·E (sérstaklega fyrsta hálftímann). Frozen River er einnig svaka fín. Milk er ágæt en eins og áður sagði, of hefðbundin nálgun.

 

Best Writing, Screenplay Based on Material Previously Produced or Published
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Doubt (2008)
Frost/Nixon (2008)
The Reader (2008)
Slumdog Millionaire (2008)

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire
Mun ekki vinna: The Reader
Ætti að vinna: The Curious Case of Benjamin Button. Reyndar skilst mér að það sé fátt líkt með smásögunni og myndinni. Aðeins hugmyndin notuð. Og það er gott. Góð aðlögun gætir sín á því að fylgja lögmálum kvikmyndamiðilsins, ekki ritverksins. Persónulega var ég mjög hrifinn af Doubt, þrátt fyrir að leiðast leikhús og eiga oft erfitt með að þola kvikmyndir sem byggðar eru á leikhúshandritum. Mér fannst þeim takast furðuvel að fjarlægja sig leiksviðinu. Það sama á við um Frost/Nixon. Ég hefði óskað þess að þeir hefðu dvalið meira við ástarsambandið í The Reader og minna við að reyna að gera þetta epískt verk. Það virkar sjaldan vel að reyna að kvikmynda heila bók,
ekki nema myndin sé þeim mun lengri. Slumdog Millionaire er allra uppáhald núna og mun því vinna, þrátt fyrir að sagan sé ekkert voðalega frumleg, og kannski veikasti hlekkurinn í annars frábærri mynd.

 

Best Achievement in Cinematography
Changeling (2008)
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
The Reader (2008)
Slumdog Millionaire (2008)

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire
Mun ekki vinna: The Dark Knight
Ætti að vinna: The Curious Case of Benjamin Button bar af að mínu mati. Ég var einnig mjög hrifinn af klassískum handbrögðum í The Reader og Changeling, þótt ég hefði reyndar frekar viljað sjá þá síðarnefndu tilnefnda fyrir klippingu (ég skil ekkert í því að hana vanti þar). Kvikmyndatakan er fersk og oft djörf í Slumdog Millionaire og því mun hún svo sem vel eiga sigurinn skilið ef hún hreppir styttuna.  Ég get lítið sagt um kvikmyndatökuna í The Dark Knight þar sem klippingin eyðilagði hana gjörsamlega fyrir mér. Sjá hér fyrir neðan:

 

Best Achievement in Editing
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
Frost/Nixon (2008)
Milk (2008)
Slumdog Millionaire (2008) 

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire
Mun ekki vinna: The Dark Knight
Ætti að vinna: Aftur er The Curious Case of Benjamin Button í uppáhaldi mínu. Ég er hrifinn af myndum þar sem áhorfandinn fær tíma til að fjárfesta í sögunni, kynnast persónum og setja sig í framandi aðstæður. The Dack Knight var vest klippta mynd ársins 2008 að mínu mati. Það var nánast á tveggja sek. millibili og allir dauðir kaflar fjarlægðir. Mér leið eins og ég væri að horfa á upprifjun í síðustu þáttum í sjónvarpsseríu. Önnur leið til að útskýra þetta er að mér leið eins og ég væri að reyna að komast í rússibana en hann stoppaði aldrei nógu lengi til að ég kæmist um borð og því endaði ég með að horfa á hann fara hring eftir hring í stað þess að upplifa það sjálfur. Svona klippingar hafa reyndar færst í aukana og virðist hún ekki fara í taugarnar á flestum, ef mælt er út frá vindældum myndanna. Kannski er ég bara of gamaldags þegar kemur að klippingu. Klippingin í Slumdog Millionaire er alveg svakalega fáguð og mun líklega vinna vegna vinsælda myndarinnar.

 

Best Achievement in Art Direction
Changeling (2008)
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
The Duchess (2008)
Revolutionary Road (2008)

 

Mun vinna: The Duchess
Mun ekki vinna: Revolutionary Road
Ætti að vinna: The Duchess vegna þess að mér fannst öll umgjörðin mjög trúverðug en allt eru þetta verðugir keppinautar.

 

Best Achievement in Costume Design
Australia (2008)
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Duchess (2008)
Milk (2008)
Revolutionary Road (2008)

 

Mun vinna: The Duchess
Mun ekki vinna: Milk
Ætti að vinna: The Duchess. Óskarinn elskar klassíska kjóla og það geri ég líka )

 

Best Achievement in Makeup
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
Hellboy II: The Golden Army (2008)

 

Mun vinna: The Curious Case of Benjamin Button
Mun ekki vinna: The Dark Knight
Ætti að vinna: The Curious Case of Benjamin Button. Reyndar koma allir sterkt til greina og því erfitt að segja hver vinnur. Allir keppinautar verðugir.

 

Best Achievement in Music Written for Motion Pictures, Original Score
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
Defiance (2008)
Milk (2008)
Slumdog Millionaire (2008)
WALL·E (2008)

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire
Mun ekki vinna: Milk
Ætti að vinna: Slumdog Millionaire. Tónlistin nær að fanga kraft og anda myndarinnar. Flestar hinar eru með frekar hefðbundið undirspil.

 

Best Achievement in Music Written for Motion Pictures, Original Song
Slumdog Millionaire (2008): A.R. Rahman, Gulzar(”Jai Ho”)
Slumdog Millionaire (2008): A.R. Rahman, Maya Arulpragasam(”O Saya”)
WALL·E (2008): Peter Gabriel, Thomas Newman(”Down to Earth”)

 

Mun vinna: Slumdog Millionaire (2008): A.R. Rahman, Gulzar(”Jai Ho”)
Mun ekki vinna: WALL·E
Ætti að vinna: Slumdog Millionaire (2008): A.R. Rahman, Gulzar(”Jai Ho”). Reyndar eru bæði lögin úr SM fín en þetta var alveg sérstaklega grípandi og skemmtilegt.

 

Best Achievement in Sound
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
Slumdog Millionaire (2008)
WALL·E (2008)
Wanted (2008)

 

Mun vinna: The Dark Knight
Mun ekki vinna: WALL·E
Ætti að vinna: The Dark Knight. Reyndar var hljóðið í Wanted einnig alveg fanta gott en ég held að ekkert slái Batman út.

 

Best Achievement in Sound Editing
The Dark Knight (2008)
Iron Man (2008)
Slumdog Millionaire (2008)
WALL·E (2008)
Wanted (2008)

 

Mun vinna: The Dark Knight
Mun ekki vinna: WALL·E
Ætti að vinna: The Dark Knight. Sama hér og fyrir ofan. Wanted kæmi einnig til greina en hljóðið í Batman hefur það og á það skilið.

 

Best Achievement in Visual Effects
The Curious Case of Benjamin Button (2008)
The Dark Knight (2008)
Iron Man (2008)

 

Mun vinna: Iron Man
Mun ekki vinna: The Curious Case of Benjamin Button
Ætti að vinna: Iron Man. Þetta eru allt verðugir keppinautar. Mér fannst hins vegar tæknibrellurnar í Járnmanninum falla svo vel að anda myndarinnar og þær voru alveg svakalega flottar að auki.

 

Best Animated Feature Film of the Year
Bolt (2008): Chris Williams, Byron Howard
Kung Fu Panda (2008): John Stevenson, Mark Osborne
WALL·E (2008): Andrew Stanton

 

Mun vinna: WALL·E
Mun ekki vinna: Bolt
Ætti að vinna: WALL·E. Ef önnur mynd yrði fyrir valinu myndi óskarinn drukkna í mótmælendabréfum. Því ekki líklegt að önnur mynd vinni. WALL·E er líka frumlegasta myndin af þeim öllum og best gerð. Kung Fu Panda var reyndar fín en Bolt er langt frá því að vera með betri framlögum Disney. Mikið vildi ég óska þess að þeir framleiddu aftur teiknimyndir með dans og söngvum. Þeir hafa bara verið skugginn af sjálfum sér síðan þeir hættu því.

 

Best Foreign Language Film of the Year
Der Baader Meinhof Komplex (2008) (Germany)
Entre les murs (2008) (France)
Revanche (2008) (Austria)
Okuribito (2008) (Japan)
Vals Im Bashir (2008)(Israel)

 

Mun vinna: Entre les murs
Mun ekki vinna: Okuribit
Ætti að
vinna: Ég var mjög hrifinn af Revanche og Vals Im Bashir. Báðar eru gargandi snilld. Hef ekki séð hinar. Hins vegar hef ég séð margar aðrar fínar myndir á annari tungu en ensku sem ekki eru tilnefndar, eins og: Frygtelig lykkelig, Låt den rätte komma in, Flammen & Citronen, Gomorra, I’ve Loved You So Long, A Nyomozó The Investigator og Drifting Flowers.

 

Best Documentary, Features
The Betrayal – Nerakhoon (2008)
Encounters at the End of the World (2007)
The Garden (2008)
Man on Wire (2008)
Trouble the Water (2008)

 

Mun vinna: Encounters at the End of the World
Mun ekki vinna: The Betrayal – Nerakhoon
Ætti að vinna: Hef bara séð Encounters at the End of the World og Man on Wire. Báðar eru mjög fínar. Það vill svo skemmtilega til að ég á þær báðar á Blu-Ray )

 

Best Documentary, Short Subjects
The Conscience of Nhem En (2008)
The Final Inch (2008)
Smile Pinki (2008)
The Witness from the Balcony of Room 306 (2008)

 

Mun vinna: Smile Pinki
Mun ekki vinna: The Conscience of Nhem En
Ætti að vinna: Ekki séð neina hér.

 

Best Short Film, Animated
La Maison en Petits Cubes (2008)

 Ubornaya istoriya – lyubovnaya istoriya (2007)
Oktapodi (2007)
Presto (2008)
This Way Up (2008)

 

Mun vinna: Presto
Mun ekki vinna: Ubornaya istoriya – lyubovnaya istoriya
Ætti að vinna:
Hef bara séð 3; Presto, Oktapodi og Ubornaya istoriya – lyubovnaya istoriya. Allar eru mjög góðar.

 

Best Short Film, Live Action
Auf der Strecke (2007)
Manon sur le bitume (2007)
New Boy (2007)
Grisen (2008)
Spielzeugland (2007)

 

Mun vinna: Grisen

Mun ekki vinna: Auf der Strecke
Ætti að vinna:
Ekki séð neina hér.

url: http://thorkell.annall.is/2009-02-18/896/

Athugasemdir

Fjöldi 11, nýjasta neðst

Sigga @ 19/2/2009 10.15

Er búin að skrifa mína spá niður líka en get ekki birt hana fyrr en á morgun. Er nefnilega á Morgunvakt Rásar 1 að spá í fyrramálið – má ekki skúbba sjálfa mig :o ) En mér sýnist við vera sammála um margt að þessu sinni.

Þorkell @ 19/2/2009 12.55

“En mér sýnist við vera sammála um margt að þessu sinni.”

Já var það ekki? Á ekki bara að herma eftir mér! ;)

Hlakka til að sjá þína spá Sigga mín. Ekki gleyma að fylla út líka þá sem ekki vinna.

Sigga @ 19/2/2009 16.09

*hehe* ekki alveg svo líkt. Ég geri mitt reyndar aðeins öðruvísi en þitt – svo ég er ekki beint með liðinn “mun ekki vinna” en kemur þó fram í málinu stundum. Svo spái ég ekki fyrir um heimilda- og stuttmyndir en set kjólaspá í staðinn :)

Þorkell @ 19/2/2009 16.11

Gerðu það nú Sigga, hafðu þetta eins, svo þetta verði almennileg keppni! Þú þarft ekki að bæta miklu við :)

Árni Svanur @ 19/2/2009 21.15

Ekki dettur mér í hug að spá fyrir um allt – ég læt það eftir ykkur kvikmyndanördunum ;)

Slumdog: Besta kvikmyndin
Penn: Besti leikarinn í aðalhlutverki
Winslet: Besta leikkonan í aðalhlutverki
Seymour Hoffmann: Besti leikari í aukahlutverki
Henson: Besta leikkona í aukahlutverki
Boyle: Besti leikstjóri
In Bruges: Handrit
Slumdog: Handrit
Button: Kvikmyndataka

Sigga @ 20/2/2009 08.07

Jæja, spáin mín er komin inn á http://www.kvika.net – ég skal gera sér spá fyrir þig Keli með sama formi og þín – hef ekki tíma alveg strax en sendi þér hana um leið og ég kemst í það :)

Þorkell @ 20/2/2009 09.34

Við erum ekkert smá sammála Sigga! Ég ætla að reyna að finna tíma til að skrifa um hvern flokk fyrir sig eins og þú gerðir. Hlakka til að sjá hina útgáfuna :)

Þorkell @ 20/2/2009 23.27

Jæja þá hef ég skrifað smá um hvern flokk, fyrir þá sem hafa áhuga.

Sigga @ 22/2/2009 14.15

Takk fyrir þetta! Ég hafði allavega gaman af að lesa! Mikið er ég sammála þér með Leo í Revolutionary Road. Ein af mínum uppáhalds túlkunum síðasta ár. Fáránlegt að ganga fram hjá honum. En ég held að Titanic og gott útlit sé enn að þvælast fyrir honum. Hann er ábyggilega einhver vanmetnasti leikari samtímans. Margir sjá heldur ekki hvað Brad Pitt er fínn leikari, en hefur oft verið betri en í Benjamin Button. T.d. í Babel að maður tali nú ekki um Thelma og Louise.

Þorkell @ 23/2/2009 05.53

Sigríður Pétursdóttir vann einu sinni enn!!! Til hamingju með sigurinn Sigga! Ég skora á þig í nýjan leik að ári :)

Sigga @ 23/2/2009 07.40

Takk fyrir það! :) Ef Guð lofar er ég til í það!


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli