þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Mannþekking · Heim · Vorboðarnir »

Fyrstur til að kjósa í alþingiskosningum

Þorkell @ 22.02 17/3/09

Ég keyrði til Osló í dag (ásamt mömmu, Óttari bróður og Rögnu, vinkonu hans) til að kjósa í Sendiráði Íslands. Við vorum fyrst til að kjósa og ég meira að segja nr. 1!

Reyndar voru starfsmenn ekki með reglurnar á hreinu. Átti maður að skrifa núverandi lögheimili eða það lögheimili sem maður hafði áður en maður flutti af landi? Að lokum var ákveðið að við ættum að skrifa núverandi og vona ég að það sé rétt. Að öðrum kosti verða öll þessi atkvæði líklega ógild (sem myndi kæta sjálfstæðið). Þá fannst mér merkilegt að maður þarf sjálfur að sjá um að póstleggja kjörseðilinn!

Hvers vegna er ekki hægt að kjósa á netinu? Fólk telur fram til skatts á netinu. Væri ekki hægt að nota sama kerfi til að kjósa? Myndi það ekki einfalda framgang mála?

url: http://thorkell.annall.is/2009-03-17/fyrstur-til-ad-kjosa-i-althingiskosningum/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Sveinbjörn K Þorkelsson @ 20/3/2009 16.57

Já, til hamingju með kosninguna, þetta er þá í fyrsta sinn sem þú kýst utan kjörstaða – því svona hefur þetta alltaf verið, maður póstleggur atkvæðið sjálfur, líklega óþarfi að breyta því sem virkar vel. Að kjósa á netinu, jú örugglega einfaldara, Samfylkingin var að vísu í vandræðum með prófkjörið á netinu í ár. Ástþór Magnússon leggur til að menn kjósi í hraðbönkum, þar sé meira næði – enginn maki, frændi, eða einhver ýtinn að hafa áhrif á valið. Ástþór er hugmyndaríkur.

Þorkell @ 21/3/2009 00.18

Já fyrsta skiptið. Ég ætlaði að kjósa fyrir tveim árum en það kom alltaf eitthvað upp á og að lokum þegar ég mundi eftir því að fara var það of seint.

Og já, Ástþór er maðurinn!… eða ekki :)


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli