þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Fyrstur til að kjósa í alþingiskosningum · Heim · “If you want me satisfy me” »

Vorboðarnir

Þorkell @ 19.42 19/3/09

Vorboðarnir eru mismunandi eftir menningarsvæðum og líklega er það einnig einstaklingsbundið hvað boðar komu vorsins. Hjá mér er það dópistar og alkar.

Það er aldrei meira að gera á Næturskýlinu, þar sem ég vinn, en á sumrin. Ástæðan er sú að fólk nennir ekki að mæla göturnar á veturnar og reynir að koma sér inn til vina og vandamanna. Þegar vorar eru flestir búnir að brenna allar brýr að baki og leita því aðstoðar hjá okkur. Stríður straumur dópista og alka gleður mitt litla hjarta þessa dagana því loksin er vorið komið.

url: http://thorkell.annall.is/2009-03-19/vorbodarnir/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Sveinbjörn K Þorkelsson @ 20/3/2009 16.59

Nú, ég hélt að fólk svæfi frekar utandyra á sumrin, eða eru menn svona góðu vanir í Drammen?

Þorkell @ 21/3/2009 00.30

Það er nú betra að sofa í rúmi, fá mat, þvo fötin sín og fara í bað en að sofa úti svangur og skítugur á berri jörðinni, þar sem það gæti farið að rigna hvenær sem er. Er þessu öðruvísi farið á Íslandi?

Sveinbjörn K Þorkelsson @ 23/3/2009 09.24

ja, það gæti nú alveg verið, ótrúlegt sjálfstæði róna á Íslandi (eða þumbaraháttur eins og hjá fleirrum)


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli