þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál

« Vorboðarnir · Heim · “Fertugur karlmaður…” »

“If you want me satisfy me”

Þorkell @ 19.56 29/3/09

Ég var að hlusta á tónlistina úr kvikmyndinni “Once” en þar segir í einu laganna: “If you want me satisfy me.” Þetta fékk mig til að leiða hugann að mismunandi tegund ástar, bæði á milli vina og maka.

1) Sumir sem maður þekkir eru uppteknir af að fá en hafa lítinn áhuga á að gefa. Þetta eru hinar sönnu vampírur, sem svo margar hrollvekjur fjalla um og er alversti flokkurinn. Aumingja þeir sem eiga slíka vini, svo ekki sé nú minnst á maka!

2) Sumir krefjast ekki mikils en þiggja það sem að þeim er “rétt” en gefa sjaldan. Þetta fólk er ekki eins skaðlegt en samband við slík vinátta ristir sjaldan djúpt.

3) Sumir geta ekki tekið á móti og ekki gefið. Slíkt fólk er tímaeyðsla, að mínu mati. Alveg eins gott að kynnast ljósastaur. Og ekki gef ég mikið fyrir hjónaband sem byggir á þessum lögmálum.

4) Sumir gefa en þiggja ekki. Ég á erfitt með að treysta slíku fólki. það er eins og það sé hrætt við að aðrir eigi eitthvað inni hjá þeim og því í raun hrætt við skuldbindingar. Skuldbindingar er jú grunnur allra sambanda. 

5) Og svo eru það þeir sem gefa og þiggja. Ég held að hjónaband og vinátta gangi best þegar báðir aðilar eru uppteknir af að gefa. Það er eitthvað svo afslappandi að eiga slíka vini eða vera í slíku sambandi. Maður þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að það sé verið að misnota góðmennsku manns og maður veit að sama hvað gerist verður maður aldrei einn. Ég held að hér sé í raun að finna lykilinn að sannri vináttu, góðu hjónabandi og lífsgleði almennt.

Ég vinn alla vega að því að losa mig við flesta þá sem fylla flokk 1-4. Lífið er of stutt til að eyða því í slíka “vini”/maka.

url: http://thorkell.annall.is/2009-03-29/if-you-want-me-satisfy-me/

Athugasemdir

Fjöldi 8, nýjasta neðst

Árni Svanur @ 29/3/2009 20.18

Afar áhugavert. Hvað áttu við með „gefa“ og „þiggja“ í þessu sambandi?

Þorkell @ 29/3/2009 20.20

Maður getur gefið ást, af tíma sínum, af eigum sínum og svo mætti lengi telja. Sem sagt allt frá því sem mætti kalla andlegt til veraldlegs. Það sama á við um að þiggja, þ.e. að taka á móti ást, gjöfum…

Árni Svanur @ 29/3/2009 20.23

Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að til að vinátta og/eða sambönd gangi upp þurfi sambandið að þínu mati að einkennast af gagnkvæmni og vera virkt? Og að bestu sambönd okkar við aðra einkennist af löngun til að gefa öðrum af okkur …

Þorkell @ 29/3/2009 20.25

Já og vilja til að taka á móti. Báðir aðilar verða að hafa sama markmið, svo það gangi upp.

Árni Svanur @ 29/3/2009 20.26

Einmitt, í því liggur gagnkvæmnin. Ég held að það sé mikið til í þessu hjá þér.

Sveinbjörn Þorkelsson @ 29/3/2009 21.07

Svoldið harkaleg ályktun hjá þé Þorkell, “að vinna að því að losa þig við” – ég hélt nú að fólk breyttist á einni ævi, það kostar vinnu að ná saman og er oft bara lífið sjálft, eða verkefni lífsins. Tvær spuningar: 1. Hvernig verða samskipti við ættingja þegar þessari áætlun er fylgt og 2. Hvað segir Jesús.

Þorkell @ 29/3/2009 22.14

Ég sagði jú, FLESTA þá sem fylla flokk 1-4. Maður losar sig ekki við nána ættingja.
Og hvað Jesús varðar þá sagði hann vissulega að maður ætti að bjóða hina kynnina en á maður að gera það endalaust? Ég efast um það og ég held ekki að hann hafi meint það heldur.

Og já, þú fyllir ekki flokk 1-4 Sveinbjörn, eins og þú væntanlega veist.

Sveinbjörn Þorkelsson @ 30/3/2009 08.58

humm, ja ég var ekki að pæla í því í hvaða flokk ég væri. Og Jesús sagði svo margt…


© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli