þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Hvernig var svo kvikmyndaárið 2008?

03.28 6/3/09 + 4 ath.

Það er líklega of snemmt að dæma árið núna þar sem maður á enn eftir að sjá margar mikilvægar myndir en hér er engu að síður listi yfir þær myndir sem ég hef séð, frá bestu til verstu:

Áfram…

Óskars-leikurinn

17.34 18/2/09 + 11 ath.

Í fyrra fórum við Sigríður Pétursdóttir í smá leik. Hann gekk út á það að giska á niðurstöður Óskarsverðlaunanna. Sá sem fær flest stig vinnur. Ég hef ákveðið að endurtaka þann leik og býð um leið öðrum að taka þátt. Svarið bara hér að neðan eða á eigin bloggi (og vísið í það hér hjá mér).

Áfram…

Vandinn við ævisögulega kvikmyndir sem listform

00.56 18/1/09 + 6 ath.

Ævisögulegar kvikmyndir klikka oft sem listform. Ástæðan er sú að það er svo auðvelt að detta í formúlu sem hentar kvikmyndinni illa, þ.e. að greina frá ævi einstaklings frá vöggu til grafar þar sem lífshlaup einstaklings er útskýrt út frá einum (eða tveim) vendipunktum. Fyrir það fyrsta er kvikmyndin allt of stutt til að geta tekist á við æviskeið einstaklings (jafnvel þótt myndin sé þrír tímar) og í öðru lagi er líf fólks aldrei það einfalt að það sé hægt að útskýra það út frá einum vinkli. þIð þriðja lagi fylgir líf okkar ekki hefðbundinni byggingu skáldsögu eða kvikmyndar og fellur því illa að hefðbundnum kvikmyndagreinum.

Mér datt því í hug að gera lista yfir myndir sem mér finnst velheppnaðar sem ævisögulegar myndir og skoða síðan hvers vegna þær virka. Hér eru fjögur dæmi:

Áfram…

Er húmor persónubundnari en spenna eða drama?

15.30 4/1/09 + 3 ath.

Ég gef oftast kvikmyndir sem jóla- eða afmælisgjafir en það er einn flokkur kvikmynda sem ég gef nánast aldrei og það eru gamanmyndir. Ástæðan er ekki sú að ég er svona þunglyndur heldur sú að flestir eru sammála um hvað gerir drama- eða spennumynd góða, en það sama virðist ekki eiga við um gamanmyndir.

Áfram…

Mínar þrjár uppáhalds senur í kvikmyndum

09.57 7/4/08 + 6 ath.

Ég verð líklega aldrei spurður af “07/08 bíó leikhús” hverjar séu mínar þrjár uppáhalds senur í kvikmyndum. Ég ákvað því að taka viðtal við sjálfan mig:

Áfram…

Hvers vegna man enginn eftir:

15.03 13/3/08 + 3 ath.

Johann Gambolputty de von Ausfern -schplenden -schlitter -crasscrenbon -fried -digger -dangle -dungle -burstein -von -knacker -thrasher -apple -banger -horowitz -ticolensic -grander -knotty -spelltinkle -grandlich -grumblemeyer -spelterwasser -kürstlich -himbleeisen -bahnwagen -gutenabend -bitte -eine -nürnburger -bratwustle -gerspurten -mit -zweimache -luber -hundsfut -gumberaber -shönendanker -kalbsfleisch -mittler -raucher von Hautkopft of Ulm?

  Áfram…

12 bestu myndir ársins 2007

23.22 8/3/08 + 13 ath.

Ég á eftir að sjá margar mikilvægar myndir frá síðasta ári svo listinn mun breytast (sérstaklega myndir sem ekki eru á ensku, sem berast frekar seint), en hér er alla vega bráðabirgðalisti:

Áfram…

Óskarinn – Mitt mat og mín spá

12.30 20/2/08 + 19 ath.

Óskarinn verður afhentur aðfaranótt mánudags. Ég hef séð flestar myndirnar sem eru tilnefndar þetta árið. Hér er mitt mat á myndunum og mín spá.

Áfram…

Hefur Blu-Ray sigrað?

07.44 8/1/08 + 8 ath.

Hefðbundnir DVD diskar munu brátt heyra sögunni til en tvö formöt hafa barist um að taka við, þ.e. Blu-Ray og HD DVD (svona svipað og Beta og VHS stríðið á sínum tíma). Flestir hafa beðið með að kaupa sér nýjan spilara þangað til ljóst er hvor vinnur. Nú virðist nokkuð ljóst að Blu-Ray hefur sigrað því Warner Bros. tilkynnti nýlega að þeir myndu hætta að framleiða HD DVD diska.

Áfram…

Hér er góð leið til að kafa dýpra í kvikmyndasöguna

23.23 31/12/07 + 1 ath.

Ég er meðlimur í net-kvikmyndaklúbbi sem ber heitið The IMDb film Club. Þar tökum við fyrir einn leikstjóra á mánuði, horfum á valdar myndir eftir hann og ræðum um hann og myndir hans á IMDb. Þetta er bæði lærdómsríkt og gefandi. Ég mæli því með því að þeir sem hafa áhuga á að kafa dýpra í kvikmyndasöguna gerist meðlimir.

Áfram…

Uppáhalds mynd?

03.23 9/12/07 + 6 ath.

Ég var að koma af jólaskemmtun í vinnunni. Allir sem mættu voru beðnir um að nefna uppáhalds lag og máttu þeir bara velja eitt. Lag hvers og eins var síðan spilað á skemmtuninni. Það var mjög áhugavert að heyra hvað hver og einn valdi og datt mér því í hug að það mætti gera það sama með kvikmyndir.

Áfram…

Hvenær er kvikmynd kvikmynd?

08.43 1/12/07 + 3 ath.

Franska kvikmyndin/ljósmyndaskáldsagan La Jetée (Chris Marker: 1962) fékk mig til að velta því fyrir mér hvernig skilgreina eigi kvikmynd. Myndin er í raun ljósmynduð saga. Ljósmyndirnar eru kvikmyndaðar þannig að þær mynda heilstæða sögu og hljóðrás svo lögð yfir. Er hér um kvikmynd eða ljósmyndasýningu að ræða? Hvar liggja mörkin? Kvikmyndin er jú ekkert annað en 24 ljósmyndir á sek.

Áfram…

Hvað varð um dans- og söngvamyndir?

01.47 13/11/07 + 8 ath.

Ég elska dans- og söngvamyndir. Þótt Hollywood hafi hætt að framleiða þær gat maður lengi vel reitt sig á Disney teiknimyndir en nú er það meira að segja úr sögunni (Shrek bar líklega að mestu ábyrgð á því). Fyrst voru þöglumyndirnar teknar af lífi, svo vestrarnir og nú dans- og söngvamyndir. Hvað næst? Kvikmyndaúrvalið verður ávallt dapurlegra!

Áfram…

Óopinberir kvikmyndaþríleikir

03.12 20/9/07 + 2 ath.

Mér datt í hug að taka saman lista yfir óopinbera kvikmyndaþríleiki.

Áfram…

Þetta er allt saman list!

21.25 19/9/07 + 2 ath.

Ég á alltaf jafn erfitt með að sætta mig við þá aðgreiningu sem fólk gerir á því sem það kallar annars vegar listrænar kvikmyndir  og hins vegar afþreyingu (eða poppkorn). Í mínum huga eru bara til ólíkar kvikmyndir sem þjóna ólíku hlutverki og sé ég lítinn mun á þeim sem vilja ekki sjá neitt annað en Hollywood myndir og þeirra sem sniðganga þær.

Áfram…

« Fyrri færslur ·

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli