þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Samkynhneigð og trúarbrögð

16.15 11/2/04 + 6 ath.

Ég var að skoða síður um samkynhneigð og trúarbrögð og rakst þá á þennan stórkostlega vef; Religious Tolerance, en hann er bæði fagmannlega unnin og ítarleg.

Áfram…

Dagskrá þvertrúarlegu stundarinnar

12.43 23/1/04 + 5 ath.

Jæja þá er endanleg dagskrá þvertrúarlegu stundarinnar í safnaðarheimili Háteigskirkju á Sunnudaginn kl. 15:00 tilbúin. Ég birti hana hér fyrir þá sem hafa áhuga:

Áfram…

Þvertrúarleg stund í safnaðarheimili Háteigskirkju

13.42 19/1/04 + 13 ath.

Síðustu daga hef ég verið í vinnuhópi (ástamt Pétri Björgvini og fl.) sem er að undirbúa Þvertrúarleg stund í safnaðarheimili Háteigskirkju (Háteigsvegi 29, 105 Reykjavík) en markmiðið með henni er að árétta mikilvægi gagnkvæmrar virðingar og stuðla að firði í upphafi nýs árs.

Áfram…

Hvenær verður maður að manni?

12.49 25/12/03 + 18 ath.

Ég fór í afmælisveislu Sigurðar Árna frænda míns og vinar á Þorláksmessu. Þetta var alveg dásamleg veisla sem endaði á gullfallegri hugvekju. Þar kom Sigurður Árni inn á málefni sem fékk mig til að hugsa. Hann varpaði fram eftirfarandi spurningu: Hvenær verður maður að manni?

Áfram…

Trú, von og kærleikur

21.03 19/11/03 + 5 ath.

Fyrir stuttu heyrði ég eftirfarandi speki:
Áfram…

Að trúa á hið góða í manninum

10.33 29/10/03 + 27 ath.

Þegar maður spyr fólk um trúarafstöðu þess segir það oft að það trúi á hið góða í manninum eða að það hafi bara sína barnatrú. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessi svör. Reyndar held ég að þau séu n.k. “af-því-bara” svör, auðveld leið til að komast hjá því að svara eða taka afstöðu til málsins.

Áfram…

Ábyrgðarhluti spákvenna

17.08 9/10/03 + 10 ath.

Það virðist alltaf að verða vinsælla að leita til spákvenna. Ég ætla ekki að fella dóm yfir því en hins vegar tel ég að spákonur verði að gera sér grein fyrir því að orð þeirra geta haft áhrif og því verða þær að gæta orða sinna. Hér eru tvö dæmi um þá hættu sem ég er að tala um:

Áfram…

Guði sé lof fyrir ranglátt líf

17.08 3/9/03 + 6 ath.

Ég hef verið að horfa á Babylon 5 þættina upp á síðkastið. Þar kom fyrir nokkuð áhugaverð vangavelta sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um í nokkra daga.

Áfram…

Vantrú-punktur-net

02.50 26/8/03 + 9 ath.

Mér var bent á nýjan vef um “trúleysi” sem kallast vantru.net. Þar er margt forvitnilegt.

Áfram…

Litróf trúarinnar og trúarandstæðingarnir

15.13 14/8/03 + 123 ath.

Eftir að hafa kynnt mér skrif trúarandstæðinga (og þá sérstaklega Birgir.com) hef ég komst að þeirri niðurstöðu að sumir þeirra vita ósköp lítið um það sem þeir tala um. Þeir blanda saman ólíkum átrúnaði í einn stórann velling og ræða við trúaða eins og um samstæðan hóp sé að ræða. Þessi þröngsýni birtist t.d. í því að trúaðir eru fyrirfram dæmdir fyrir að aðhyllast viðhorf sem þeir skrifar kannski ekki undir. Mig langar því að gera smá grein fyrir litrófi trúarinnar.

Áfram…

Draumar – Ein af ástæðunum fyrir því að ég trúi á tilvist hins andlega

15.55 11/8/03 + 14 ath.

Það hafa verið nokkuð fjörugar umræður á annál Árna Svans upp á síðkastið um allt milli himins og jarðar sem snertir trú. Þar byrjaði ég að ræða um drauma og annað sem sannar fyrir mér tilvist hins andlega. Mig langar að taka umræðuna upp hérna og gera betur grein fyrir reynslu minni en ég ákvað að draga mig úr umræðunum á lista Árna Svans vegna þess að ljóst var að að vissir trúarandstæðingar höfðu ekki vilja til að ræða málin, heldur var markmiðið n.k. sjálfskipuð krossferð gegn trúuðum með tilheyrandi fúkyrðum og stælum (sjá einnig skrif mín í umræðunum á annáli Árna Svans).

Áfram…

Í dag kom út bók eftir mig

18.46 16/7/03 + 22 ath.

Á síðasta ári skrifaði ég kennslubók um islam fyrir Námsgagnastofnun. Bókin kom út í dag en hún ber heitið Islam: Að lúta vilja Guðs.

Áfram…

Ridván hátíðin

15.54 20/4/03 + 9 ath.

Nú þegar páskarnir eru að klárast er mesta hátíð bahá’í trúarinnar að byrja. Hátíðin kallast ridván (borið fram riz-van) sem þýðir paradís á arabísku. Hátíðin byrjar 21. apríl og stendur yfir í 12 daga (til 2. maí) en bahá’íar fagna því að Bahá’u'lláh kunngerði opinberlega köllun sína á þessum dögum.

Áfram…

Jesús Kristur og bahá’í trúin

11.12 17/4/03 + 1 ath.

Vegna umræðunnar sem spannst út frá áhugaverðri færlsu Öddu Steinu langar mig að birta eftirfarandi grein sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum um afstöðu bahá’í trúarinnar til Jesú Krists og kristinnar trúar. Þá lagnar mig að nota tækifærið og óska öllum kristnum gleðilegra páska.

Áfram…

Svar markaðsstjóra púkans sem át ungann og upprisu Krists

17.33 10/4/03 + 14 ath.

Í síðustu færslu fjallaði ég um púkana á páskaeggjum Nóa Síríus. Ég skrifaði fyrirtækinu bréf og spurði hvers vegna þeir notuðu púka á páskaegg í stað unga. Unginn táknar upprisu Krists og þótti mér því skiptin ekki viðeigandi. Hér er svar markaðsstjóra fyrirtækisins. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli