þorkell.annáll.is

AnnállÁhorfGeymslanHugrenningarKvikmyndirPrívatSkrifTrúmál
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Gætir þú búið með sjálfum/sjálfri þér

Þorkell @ 08.37 7/1 + 7 ath.

Hér koma tvær spurningar sem hafa haldið fyrir mér vöku.

Áfram…

Hér er góð leið til að kafa dýpra í kvikmyndasöguna

Þorkell @ 23.23 31/12 + 1 ath.

Ég er meðlimur í net-kvikmyndaklúbbi sem ber heitið The IMDb film Club. Þar tökum við fyrir einn leikstjóra á mánuði, horfum á valdar myndir eftir hann og ræðum um hann og myndir hans á IMDb. Þetta er bæði lærdómsríkt og gefandi. Ég mæli því með því að þeir sem hafa áhuga á að kafa dýpra í kvikmyndasöguna gerist meðlimir.

Áfram…

Hvað ræður för þegar maður kynnist fólki?

Þorkell @ 03.10 31/12 + 3 ath.

Hvað ræður því hversu fljótt maður kynnist fólki? Sumum kynnist maður nánast aldrei á meðan maður nær að mynda sterk bönd við suma á aðeins örfáum dögum.

Áfram…

Ælujól og nýr megrunarkúr

Þorkell @ 14.52 30/12 + 12 ath.

Þetta voru frekar eftirminnileg jól. Við fengum öll ælu- og magapest og var skipst á að kasta upp og opna pakka. Meirihlutinn af jólamatnum var ekki étinn og þurfti að lokum að henda honum. En hið góða við þetta var að maður lagði ekki á sig yfir hátíðirnar heldur hrundu af manni kílógin.

Áfram…

Fjöldamorðingjar

Þorkell @ 01.00 17/12 + 6 ath.

Eftir að hafa lesið ýmsar greinar um fjöldamorðingja hef ég komist að þeirri niðurstöðu að kvikmyndir eru afskaplega léleg heimild um þetta undarlega fyrirbæri.

Áfram…

Fjölskyldumyndir

Þorkell @ 00.47 13/12 + 6 ath.

Vinur minn, Elvar Örn, bauðst til að taka ljósmyndir af fjölskyldunni. Hann var að senda mér smá sýnishorn og fékk ég leyfi til að deila myndunum með ykkur.

Áfram…

Uppáhalds mynd?

Þorkell @ 03.23 9/12 + 6 ath.

Ég var að koma af jólaskemmtun í vinnunni. Allir sem mættu voru beðnir um að nefna uppáhalds lag og máttu þeir bara velja eitt. Lag hvers og eins var síðan spilað á skemmtuninni. Það var mjög áhugavert að heyra hvað hver og einn valdi og datt mér því í hug að það mætti gera það sama með kvikmyndir.

Áfram…

Hvað er að karlmönnum?

Þorkell @ 13.02 8/12 + 20 ath.

Ég vinn í næturskýli, sem er gististaður fyrir götufólk. Flestir sem koma þangað eiga við áfengis og eiturlyfjavanda að stríða. Allir eru atvinnulausir og 95% þeirra eru karlmenn! Í dag eru konur í meirihluta í flestum deildum Háskóla Íslands. Karlmenn fylla flest fangelsi um heim allan. Er ekki kominn tími á að við karlmenn lítum í eigin barm viðurkennum að eitthvað er að?

Áfram…

Gaman á jólamarkaði og lengsta kvikmynd sögunnar

Þorkell @ 18.12 2/12 + 8 ath.

Ég fór með dæturnar á jólamarkað kirkjunnar, en þar er hægt að föndra, hlusta á tónlist og kaupa ýmsa notaða hluti. Það var tekið viðtal við Huldu Elíru og Emmu á meðan Mirjam söng fyrir fólkið (í kór).

Áfram…

Hvenær er kvikmynd kvikmynd?

Þorkell @ 08.43 1/12 + 3 ath.

Franska kvikmyndin/ljósmyndaskáldsagan La Jetée (Chris Marker: 1962) fékk mig til að velta því fyrir mér hvernig skilgreina eigi kvikmynd. Myndin er í raun ljósmynduð saga. Ljósmyndirnar eru kvikmyndaðar þannig að þær mynda heilstæða sögu og hljóðrás svo lögð yfir. Er hér um kvikmynd eða ljósmyndasýningu að ræða? Hvar liggja mörkin? Kvikmyndin er jú ekkert annað en 24 ljósmyndir á sek.

Áfram…

“Julebord” og annar hávaði

Þorkell @ 06.47 25/11 + 8 ath.

Ég hef það á tilfinningunni að jólasamkomur (litlujól) séu algengari og mikilvægari hér í Noregi en á Íslandi. Flestir tengjast 2 til 3 hópum sem koma saman fyrir jól og borða jólamat, skemmta sér og drekka sig fulla. Ég fór slíka jólasamkomu á föstudaginn og uppgötvaði þá (eða tel mig hafa gert það) hvers vegna tónlist er alltaf spiluð svona hátt á skemmtistöðum.

Áfram…

“Firir” Torfa og önnur “y”

Þorkell @ 22.33 17/11 + 13 ath.

Torfi Stefánsson er mjög upptekinn af stafsetningu og notar slíkar villur til að þagga niður í þeim sem eru honum ósammála. Nú síðast leiðrétti hann (óumbeðinn) tvær “y” villur hjá vinkonu minni sem svaraði færslu hér á annál. Áfram…

Eru vandræðabörnin okkar bara seinþroska?

Þorkell @ 18.26 13/11 + 5 ath.

Þetta finnst mér spennandi niðurstöður. Samkvæmt tveim óháðum könnunum eru börn sem greind hafa verið með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) aðeins seinþroska og ná oftast námsárangri jafnaldra sinna síðar á skólagöngunni. Vandinn er því fyrst og fremst sá að skólakerfið gerir óraunhæfar kröfur til þessara barna.

Áfram…

Hvað varð um dans- og söngvamyndir?

Þorkell @ 01.47 13/11 + 8 ath.

Ég elska dans- og söngvamyndir. Þótt Hollywood hafi hætt að framleiða þær gat maður lengi vel reitt sig á Disney teiknimyndir en nú er það meira að segja úr sögunni (Shrek bar líklega að mestu ábyrgð á því). Fyrst voru þöglumyndirnar teknar af lífi, svo vestrarnir og nú dans- og söngvamyndir. Hvað næst? Kvikmyndaúrvalið verður ávallt dapurlegra!

Áfram…

Pant vera óvinur Íslands!

Þorkell @ 19.52 12/11 + 43 ath.

Rasistarnir á Skaparanum hafa tekið saman lista yfir óvini Íslands. Ég sendi þeim bréf þar sem ég óskaði eftir því að vera skráður á þann lista.

Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© þorkell.annáll.is · Færslur · Ummæli